Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Dagur 5.

 

Heiðskír dagur með nóg af sól og logni, eftir morgunmat er lagt af stað í næsta bæ til að skoða aðeins verslunarmiðstöðina þar J, hafi ég haldið að þetta væri hefðbundin skoðunarferð ja þá skjátlaðist mér herfilega, semsagt í stuttu máli við komum kl 11:00 að staðartíma og fórum kl 18:15 uúúfff, það var búið sem sagt að skoða allt húsið mjög nákvæmlega og suma staði nákvæmar en aðra Tounge.

En fínn dagur og alls ekki leiðinlegur, maður er búinn að læra að hafa gaman af svona skoðunarferðum Smile.

Annars bara rólegt kvöld mannskapurinn í slökun og farin að spila á spil Grin.

Sólarkveðju með þremur göndum frá spáni, framhald í næsta þætti.


Dagur 4.

 

Ahhhaaa afslöppunardagur í dag Smile, alla veganna  hjá gömluhjónunum, ungafólkið fór að versla en við vorum með börnin á meðan, undirritaður fór og fann tengingu fyrir tölvuna og setti inn færslur á netið meira að segja myndir.

Um kvöldið fór ungafólkið á pub að reyna að læra það sem gamlafólkið hefur löngu lært, sem sagt að vín er ekki innri maður Grin.

Þetta var fínn dagur, þó svo að það væri svolítið vindasamt og fólkinu finnist sundlaugin köld.

Með vindbörðum sólarkveðum frá Spani.


Dagur 3.

 

Úúhhfff í dag fórum við í dýragagarð sem heitir Terra Natura og vorum þar frá kl 10:00 til 18:30, svo er nema von að maður segi úúfff Smile, annars var það mjög gaman og margt að sjá svo sem P5270059 og fleira og fleira, við gengum í gegnum garðinn svona fram og til baka, svæðin eru skýrð eftir heimsalfunum og dýrin þannig flokkuð niður.

Það er bara búið að vera fínt veður í dag sól að mestu þó að það sægust nokkur ský öðru hvoru og hitinn einhverstaðar í 20+.

 Núna eru allir komnir heim, verið að koma börnunum í svefn og svo að sjálfsögðu verið að hvíla lúin bein og skoða myndir dagsins Smile.

Hef ekkert heyrt af stjórnmálum heima og sakna þess bara ekkert.

Ég sé að verðlag hér er talsvert lægra en heima, hef hinsvegar ekki hugmynd um hvernig það reiknast út í kaupmætti (þessum fræga Íslenska mælikvarða).

En nóg um það að sinni, annars gæti fólk farið að halda að mér stæði ekki á sama um þrasið heima Smile.

Bestu kveður frá Spáni og framhald í næsta þætti.


Dagur 2.

 

Þá er kominn nýr dagur á spænskri grund, sólin búin að skína og maður er farin að skilja af hverju það er talað um að fara til sólarlanda þegar farið er til spánar. Smile

Að loknum morgunmat var farið í markaðsgötu sem er bara hérna rétt hjá, svo að öll fjölskyldan rölti af stað, þegar þangað var komið var tekið við að versla "mynd" og prútta og gerði undirritaður sennilega berstu kaupinn, en hann keypti forláta leðurvesti sem átti að kosta 130 evrur en fékk á 70. Smile

 Þegar heim var komið þurftu sumir að leggja sig smá (það er að segja sá elsti og sá yngsti Smile), nú er það búið og verið að undirbúa sig í næstu verslun og síðan á að fara í tívolí á eftir.

Það var frábært í tívolíinu þó það væri nú kannski meira fyrir ungafólkið en að eldra, en samt frábær skemmtun.

Fengum okkur líka að borða þarna rétt hjá og þar gafst undirrituðum stutt færi á að spjalla við góðan félaga P5260002_01 um helstu aðstæður Smile.

En þetta er nóg að sinni.

Sólarkveðjur heim og framhald í næsta þætti.


Spánn.

 

Jæja þá er maður lentur á spáni, lentum kl 23:00 að staðartíma á Fimmtudagskvöldi og vorum búin að koma okkur fyrir um kl 00:30 þá var kvöldmatur haha og síðan var nú bara rúm sko.

Föstudagsmorgun, þegar allir voru komnir á fætur (það þurfti nú ð vekja undirritaðan kl 8:30) var farið að leit að morgunmat og þegar hann hafði verið snæddur var farið að versla inn  og síðan heim með matinn, þegar búið var að ganga frá VAR KOMIN RIGNING OGP5250013 ROK, svona ekta Íslengst veður ,Wink rigningin stoppaði reyndar stutt við en það er ennþá rok þegar þetta er skrifað.

Við er svo bara að skanna umhverfið og svoleiðis, hlökkum mikið til að geta slakað á hér og endurnært bæði sál og líkamma, framhald í næsta þætti. Grin


Sumarfrí!

 

Jæja það hefur ekki farið mikið fyrir mér hérna inni að undanförnu, enda búið að vera í nógu að snúast og ég ekki nennt að setjast niður seint á kvöldin til að reyna að deila þreytunni með öðrum.Sleeping

En nú er maður kominn í sumarfrí og meira en það erum á leið til Spánar í fyrramálið, það verður gott að komast í afslöpun og örlítið meiri hita heldur en er hér þessa daganna.Grin

Svo er búið að mynda nýja stjórn, ég ætla nú að geyma að tjá mig um hana þar til að eitthvað verður vitað hvernig hún vinnur, líst samt ekki ofvel á að Sjáfstæðisflokkurinn fái heilbrygiðsmálin.Errm

Vonandi verður maður svo bara duglegur að skrifa hér á meðan maður er á Spáni og deila kynnum mínum af spánverjum, þarf að trúa ykkur fyrir því að ég hef aldrei komið til Spánar eða þannig.Blush


„Rétt“

Jæja þá er nú að koma að því að allir fari út í kjörklefa og kjósi „rétt", ég hef nú reyndar aldrei orðið var við að það stæði rétt á þessum seðli, samt segja allir að maður eigi aðkjósa rétt, en hvað um það um leið og þessari athöfn er lokið líkur einni leiðinlegustu kosningabaráttu  sem ég man eftir. Crying

Þegar að horft er yfir sviðið í held sinni eru allir að lofa því sama og enginn þorir að gera neitt sem hinir gera ekki líka, ef við færum þetta yfir á fótboltamál mundi það þýða að öll liðin hefðu pakkað í vörn, með alla sína menn á eigin vallarhelmingi, það sjá það allir að þannig leikur er ekki mikið til að horfa á. Sleeping

Mér finnst vera fullt af sóknarfærum í stöðunni sem góður þjálfari og fyrirliði ættu að geta nýtt sér til að spila sóknarbolta, menn sem horfa til framtíðar ættu að setja fram fullmótaðar hugmyndir og útfæra þær svo að hægt sé að leggja á það mat hvort að þær séu raunhæfar.

Jæja þetta verður alla veganna það seinasta sem frá mér kemur um þessa baráttu, en kannski ég segi hvað mér á eftir að finnast um niðurstöðuna hver veit, en síðan verður kominn tími til að snúa sér að öðru sem vonandi verður uppbyggilegra og skemmtilegra. Grin

ÁFRAM „RÉTT". Ninja


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband