Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hverju á að treysta eða ekki treysta?

 

Já maður spyr og hefur kannski engin svör.

En þegar maður horfir og hlustar á umræðuna, þá fer ekki hjá því að maður leiðir að því hugann hvort stjórnvöld og þá bæði ríki og sveitastjórnir gangi erinda stóriðu, eða áliðnaðinns.

Það sem veldur því að ég velti þessu fyrir mér er fyrst og fremst tvennt, það er að þegar talað er um iðnað á opinberum vetfangi af ráðherrum og sveitastjórnarmönnum þá er ekkert til nema álver og slík stóriðja og síðan hitt að það er eins og að enginn geti fengið sambærileg kjör á raforku og álverin.

Nú er það vitað að hátækniiðnaður hefur verulegan áhuga á okkar vistvænu orku, fyrirtæki eins og til dæmis Microsoft og fleiri, þetta er iðnaður sem notar mikla orku og skapa mjög verðmæt störf, störf sem eru á því sviði sem Íslendingar eru að mennta sig í og sækja í að vinna við, er ekki meira vit í því en að skapa störf sem síðan er flutt inn erlent vinnuafl til að vinna.

Síðan er kannski í lokin ert að spyrja þeirrar spurningar, hvort það sé hægt að kaupa stjórnvöld í gegnum þetta baktjalda makk eða hverju sætir þetta allt?


Hreint land fagurt land.

 

Jæja þá er maður aftur kominn að tölvunni, búinn að vera á þeytingi að undanförnu.

Þá er nú komið að því að Hafnfirðingar kjósi um álverið, eins og fyrirsögnin kannski segir finnst mér ekki veraum mikið að velja, eða hverjum mundi detta í hug að koma fyrir ruslahaug í bakgarðinum hjá sér?   Vonandi ekki Hafnfirðingum í það minnsta, ef við lítum yfir Jörðina þá er það kannski þannig að verksmiðjur sem voru reistar fyrir 100 árum síðan eru núna komnar inní íbúðarbyggð, en það dettur bara engum í hug að leifa nýbygginu á stóriðju inní miðju byggingarlandi íbúða í dag, mér finnst það líka einkennilegt á að hlusta í auglýsingarherferð Alcan, að það hugsi enginn um loftlagið, eða loftmengun þegar um sé að ræða fjárhagslegan ávinning, ja hérna eigum við þá bara að fara með súrefnisgrímur út að eiða fjármununum sem við öfluðum í álverinu, ja spyr sá sem ekki veit, annað er sem mér finnst um íbúalíðræði, sem ég annars er mjög fylgjandi, en Það er að tryggja þarf jafnræði milli þeirra sem kinna hvora hlið málsins, að þessu sinni er það svo að Alcan hefur varið milljónum ef ekki milljónatugum í að „kinna" ég segi í áróður fyrir stærra álveri, keypt allskonar álit hér og þar sem síðan Sól í straumi hefur ekki haft neitt fjármagn til að láta skoða og fá andsvör við, svo ég tali nú ekki um að það hefur verið fólk á launum hjá Alcan til að hringja út, keyrður upp gagnagrunnur í því sambandi „sem ég reyndar get ekki skilið að sé löglegt, því um leið fær fyrirtækið skrásetta upplýsingar um afstöðu fólks", jæja hvað um það, þá hlýtur að þurfa að setja skorður við hversu miklir fjármunir eru lagðir í svona kosningabaráttu til að tryggja jafnræðisreglu stjórnarskrárnar, því að svona stórfyrirtæki getur kaffært hvern sem er jafnvel þótt um væri að ræða ríkið sjálft, enda á að vera til rammi um svona hluti.

Hafnfirðingar hreinn bær betri bær, kjósið gegn gasgrímum sem framtíðar heimilis búnaði í Hafnafirði.     


Hver er hvað?

 

Ja er nema von að maður spyrji.

Nú er að því komið sem venjulega gerist á fjögurra ára fresti, að yfir oss gengur orðaflaumur stjórnmálamanna og ýmiskonar loforðalistar, mun þetta standa fram yfir kosningar með litlum hléum og ná hámarki í vikunni fyrir umræddar kosningar.

  Ekki veit ég hvort það getur talist rökrétt, en mér finnst stundum að það væri bara best að hafa einn ríkisflokk eins og Martein Mosdal talaði fyrir hérna um áriðSmile, vegna þess að stjórnmálamenn geta tínt sér gjörsamlega í loforðaflaumnum og síðan eftir kosningar muna þeir ekkert af þessum loforðum og gera ekkert til þess að uppfylla þau, þannig að þegar upp er staðið hafa allir keypt köttinn í sekknum, kannski væri nú samt best að gera bara byltingu og kenna stjórnmálamönnum almennt siðgæði og að standa við það sem þeir segja, ja það mundu þá kannski verða minni ræður en málefnalegri.

Er að velta þessu upp vegna þess að það er sama hvað er að gerast þessa daganna alstað eru ráðherrar og þingmenn og segja álit sitt á einhverju sem þeir hafa ekkert vit á, í gær var verið að kynna könnum eða rannsókn á fiskneyslu landsmanna og þar var mættur sjáaútvegsráðherra og sagði eina setningu, sé ekki hvað þetta kemur honum við manneldisráð heyrir ekki undir hann.


Jæja kominn tími til!

 

Þá er maður kominn aftur að skjánum, er búinn að vera á ferðin í rúma viku, reyndar sofið heima en ekki haft tíma til að tjá mig um annað en nauðsinlegustu hluti við þá staðið hafa mér næst hverju sinni, aumingja þeir LoL.

Það er margt sem hefur verið á ferðinni í vikunni sem liðin er, eins og allt fárið yfir Smáralindarbæklingnum, ja sér er nú hvað ég held nú bara að það þurfi að gera könnun á því hvernig þeir hugsa sem sjá klámið í þessu, mér alla veganna dettur Lína Langsokkur miklu frekar í hug en klám, en kannski hef ég bara ekki nógu mikla þekkingu á hvað helstu stellingar í klámmyndum ja ég veit það ekki.

Nú svo eru það auðlindar málin, mér finnst nú kannski skrítnast við það allt að það skuli þurfa að hafa eitthvað sérákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eða hver hefur eignarrétt nú þegar til að selja einhverjum þær, eða getur maður selt það sem maður á ekki?  Ja ég bara spyr, mín skoðun er sú að það eigi ekki að vera neinn fastur kvóti heldur eigi hann að vera úthlutaður eitt ár í senn, en það eigi aftur á móti að setja það í lög að veiði menn kvótann sinn fái þeir honum endurúthlutað, en veiði þeir hann ekki og geti ekki gefið á því eðlilega skíringu á sé þeim kvóta endurúthlutað til annarra, það hlýtur að vera óeðlilegt að ég geti fengið kvóta úthlutað þannig að þegar ég ákveð að hætta að sækja sjó geti ég annað hvort leigt kvótann sem ég hafði til afnota eða jafnvel selt hann, þetta er rotið kerfi eins og það er, eða hvað fyndist þessum sægreifum ef að ég gæti bara bannað þeim að byggja sér nýtt hús vegna þess að þeir hefðu ekki lóðarkvóta.    


Lýtaaðgerð Framsóknar!

 

Jæja þá er Framsókn farin í sína reglubundnu lýtaaðgerð sem gerist jú á fjögurra ára fresti.

Að þessu sinni er þetta frekar stór aðgerð, byrjar bara á hótun um stjórnarslit og það eiginlega þannig að það engin leið til baka, ja ekki þá nema að bora ein jarðgöng til baka, en annað eins hefur nú svosem verið gert í nafni kjósenda.

Ég veit það ekki, en er það virkilega svo að kjósendur falli fyrir þessu í hvert skipti orða laust?

Ja spyr sá sem ekki veit, síðan er það annað mál, annað hvort verður að fara að finna annan lit fyrir þá sem fara í nafni náttúruverndar, eða að mála Framsókn uppá nýtt.

Þetta segi ég vegna þess að þeir sem eru náttúruverndarsinnar hafa með réttu (finnst mér) kennt sig við grænalitinn, en svo kemur Framsókn með sína stóriðjustefnu og segist vera vel grænn flokkur og er þá í rauninni að tala um þann lit sem þeir hafa í sínu merki, en að mínu mati viljandi að villa á sér í umræðunni um náttúruvernd, því það er ekkert í því sem Framsókn setur fram sem getur talist náttúruverndarstefna, mér finnst fjaðrir þær sem Framsókn er að setja upp til að bæta útlitið fyrir kosningarnar í besta falli ornar gamlar og slitnar og sumar eru greinilegar teknar ófrjálsri hendi.

Er ekki komið mál til að gefa Framsókn frí og leifa þeim að finna sjálfan sig á ný í rólegri sjálfskoðun utan stjórnar næstu fjögur árin.


X Factor!

 

Jæja þá er nú komið kvöld og maður horfir á dómarana í X Factor rífast eins og venjulega, æ ég veit það ekki það er gaman að horfa og hlusta þetta frábæra fólk sem er að keppa þarna, en að sama skapi finnst mér þau sem heita dómarar ekki eins skemmtileg veit ekki hverju það er að kenna.

Annars held ég að X Factorinn í mér sé eitthvað í lægri kantinum í kvöld, stundum verður maður bara voða gamall (sem ég er annars ekki sko) og langar að sofa í heila öld, kannski leið Prinssessunni svona þegar hún sofnaði forðum og bara svaf í eina öld.

Vona að þeir sem ætla að ganga um þessar frægu gleðidyr í kvöld geri það með varúð, en góða skemmtun samt.


Hvað skiptir máli?

 

Stundum sest ég niður og velti fyrir mér hlutum sem kannski eru ekki endilega í umræðunni, við slík tækifæri kemur það oft upp í hugann einföld spurning, hvað skiptir máli?

Það er nú oft þannig að einfaldar spurningar eiga fá en þó flókin svör, og þó, því að í raun er þetta afskaplega einfalt, það sem skiptir máli í raun og veru verður aldrei keypt fyrir peninga.

Ég er til dæmis ríkur maður (kannski ekki á peninga þó kvarta é ekki hvað það varðar) því ég á fullt af barnabörnum, yndislegum einstaklingum sem horfa á lífið eins og það er, það skiptir máli.

Það skiptir máli hvernig við komum fram við þá sem eiga leið um okkar garð, eða þá sem við göngum um hlaðið hjá, það skiptir máli hvernig við göngum um landið okkar Ísland og svona mætti lengi telja upp langan lista.

Það sem ég er nú kannski að segja með þessu er það að verðmæta mat okkar í nútímanum er orðið svo brenglað og úr takt við raunveruleikann að við erum hætt að hugsa um það sem skiptir máli, við hlustum allan daginn a fréttir og annað slíkt þar sem milljarðar eru aðalorðið og við förum að halda að það séu peningar sem skipta máli, auðvitað skipta peningar máli, en miklu minna máli heldur en svo margt annað og þegar upp er staðið þá getum við verið án peningar en til dæmis ekki án líkama, kannski ekki sanngjörn viðmiðun en samt.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, eitt bros eða klapp á bakið, vingjarnlegt orð og síðan það að ganga um landið okkar með virðingu, sleppa að kasta plastpokanum sem við höldum á, gosflöskunni, tómum sígarettu pakkanum, safafernunni, svona væri lengi hægt að telja upp, en þetta er bara brot af því sem fýkur inní garðinn minn þegar blástur er.


Skattalækkanir og fleira.

 

Nú er að ganga í gegn mestu skattalækkanir á sögulegum tíma, ja það segja stjórnarliðar í það minnst og svo benti Pétur Blöndal á það áðan í Ísland í Bítið á Stöð 2 að fólk gæti lifað ódýrara en það gerð því að til dæmis væri vatn ókeypis, já vatnið er ókeypis, það er að segja ef þú hefur aðgang að krana sem það rennur úr.

Jæja nóg um það, stundum finnst mér þessi pólitík bæði vitlaus og leiðinleg, því það er eins og stjórnmálamenn tali við okkur kjósendur eins við séum fimm ára kannski sex, mér finnst að það æti að kenna þeim að koma fram með virðingu við aðra í stað þess að þeir tali alltaf niður til fólks.

En eins og sumir mundu segja, það er ljúft að láta  sig dreyma, annars verður fróðlegt að sjá hversu mikil lækkunin verður og ekki síður þegar farið verður að útskýra af hverju hún var ekki meiri en raunber vitni um og hversu hugmyndaríkir menn verða þá að finna ástæður, ætli þetta verði ekki bara allt okkur að kenna, hinum almenna neitanda hugsa það.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband