Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hroki.

 

Ég var að hlusta rétt áðan á Kastljósþátt í RÚV (01.10.07) þar sem mætur var Pétur Tyrfingsson sem er formaður sálfræðingafélagsins að því mér skildist og mikið óskaplega gat maðurinn farið offarir.

Til að byrja með, þá finnst mér sjálfsagt að fólk geti set fram skoðanir sínar á hverju sem er og fái frið til þess, án þess að það sé verið að finna að því eða endilega að mótmæla því.

En þegar maður hlustar á menn sem vilja láta taka sig alvarlega bulla útí loftið og jafnvel svipta fólk ærunni er mann nóg boðið einhvern veginn, sú umræða sem hefur verið í gangi um höfuðbeins og spjaldhryggs jöfnun er með ólíkindum og þessi maður lætur sé ekki muna um að slá allt sem heitir í hans orðabók óhefðbundnar lækningar flatar og út af borðinu í einu.

Það getur hverjum og einum fundist það sem hann vill um óhefðbundnar lækningar, en að fara fram með svona svívirðingar er ekki manni sæmandi sem kallar sig dr. Hann segir að fólk eigi að sanna með aðferlisfræðilegum hætti að þetta eða hitt virki á vísindalegum grunni, vísindin eru nú ekki fullkomnari en það að þau hafa engan mælikvarða á andlega líðan fólks, slíkt mat er meira og minna byggt á mati þeirra sem segjast vera geðlæknar og hafa til þess gráðu, í öðru lagi er til fullt af rannsóknum á innhverfu en engin lækning.

Þessi maður kemur síðan í sjónvarpið fyrir alþjóð og segir að það eigi að bannfæra allt kukl og hindurvitni, fólk eigi rétt á því að það geti treyst þeim sem það leitar til, ja hérna en hvað um öll læknamistökin? Hvað um alla þá sem líða jafnvel örkuml vegna mistækra lækna? Sem síðan komast upp með að afsaka sig á bakvið einhverja latínu sem enginn skilur? Hvað með þetta fólk?

Manni ofbíður svoleiðis gjörsamlega að hlusta á svona málflutning að ekki verður orða bundist, þessi blessaði maður ætti að huga að því að ömmusálfræðin sem hann talaði um og notar er kannski eina aðferðin hans sem virkar á alla og við öllu og það er gott mál að hann skuli beita henni, á sama hátt vogar hann sér að fordæma og henda út í ystu myrkur margra ára námi fólks og um leið að sniðganga þær rannsóknir sem bent hefur verið á að gerðar hafi verið í Englandi, hann blæs á vitnisburð fólks og segir ekkert að marka hann, vegna þess að fólk viðurkenni ekki að það hafi gert mistök með að leita á vit óhefðbundinna lækninga, ja fyrr má nú aldeilis vera stoltið hjá fólki og það þegar börnin þess eiga í hlut, sem eru það dýrmætasta sem hvert foreldi á, en fólk á að treysta á vitnisburð lækna á geðsviði sem stunda það gera fólk háð geðlyfjum og jafnvel stunda dópsölu á þessum lyfjum, (ég veit að sálfræðingar ávísa ekki lyfjum og ásaka þá ekki fyrir það), en samkvæmt því sem hann segir eigum við að treysta læknum en ekki öðrum.

Ég gæti haldið áfram með þessa upptalningar en sé ekki tilgang með því að sem mestu skiptir er að ég þekki engan sem vinnur í óhefðbundnum lækningum sem stundar sína vinnu ekki af kostgæfni og lætur sér mjög annt um skjólstæðinga sína og er ég þó mikið að hrærast á því sviði.

Virðingar fylgst.

Finnbogi Rúnar Andersen


Kærleiksdagar.

 

Jæja um helgina var ég í Skálholti, þeim sögulega merka stað, en þar voru haldnir kærleiksdagar og var það alveg yndislegt.

Kærleiksdagar eru haldnir 5 sinnum á ári núorðið og eru þar samankomið fólk sem hefur áhuga á að rækta líkamma og sál, sumir mundu sjálfsagt telja þetta svona spúkí fólk Smile, en hvað er spúkí ?

Hvað um það ég kem alaveganna endurnærður og ánægður, það er okkur öllum nauðsin að geta dvalið í rólegheitum með fólki sem okkur líður vel með og slakað á og skoðað lífið og tilveruna á okkar eigin forsendum, því að í streitu og hraða hversdagsins er svo margt sem gleymist og svo margt sem við ekki tökum eftir, og síðan gleymum við stundum hvað það er sem skiptir máli í lífinu og förum meira að segja að trúa því að það séu peningar og önnur veraldleg gæði, auðvitað skipta það allt máli og er mikilvægt, en það er samt margt annað sem skiptir jafnvel meira máli, en það erum við sjálf og þeir sem standa okkur næst, því að ef við sinnum ekki þeim auði sem í okkur og fólkinu okkar er verður veraldlegur auður lítilsvirði, eða það er í það minnsta mín skoðun.

Látum duga að sinni með kærleikskveðjum.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband