Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ferðalok.

Jæja þá erum við nú komin heim, komum heim í gær (Mánudag) og vorum býsna ánægð með það Smile.

Við keyrðum á Sunnudaginn niður Danmörku til bæjar sem heitir Vandel og gistum þar seinustu nóttina hjá Kalla frænda Rannveigar, fengum þar alveg frábærar móttökur grillað fyrir okkur svona uppá Íslenskan máta og allt Wink.

Fyrr um daginn hittum við Vilborgu og Sigfús niður í Vejle sem er rétt hjá þar sem við gistum, fengum okkur ís saman og skoðuðum höfnina, eða fjörðinn sem hún stendur við og brúna sem liggur yfir hann, en fyrst og fremst vorum við nú bara að hittast.

Síðan flugum við öll saman heim í gærmorgun, fórum í loftið svona nokkurn veginn á réttum tíma, flugið var gott og við lentum svo kl 14:00 að staðartíma á keflavíkurflugvelli, eftir þetta venjulega var bíllinn sóttur á stæðið og brunað til Hafnarfjarðar til að hitta tengdamömmu sem var held ég farin að bíða svolítið mikið eftir okkur, eftir stopp þar uppá klukkutíma eða svo var síðan haldið á Skagann en þar var annar aðili farin að bíða svolítið mikið eftir okkur líka en það er Eyjólfur (prinsinn á heimilinu), þegar á Skagann kemur er hringnum lokað og Jón er kominn heim eða þannig hahaha.

Þetta er búin að vera alveg frábær ferð og frábærar móttökur sem við höfum hjá því fólki sem við hittum í Noregi og Danmörku og þökkum við kærlega fyrir okkur og vonum að þið hafið það sem allra best og með þeim orðum líkur þessari ferðasögu með brosi á vör.


Danmörk.

Jæja það hefur ekki heyrst mikið í mér að undanförnu, hef verið í lélegu netsambandi þar til ég kom til Danmerkur og þá hef ég haft nóg að gera.

Við fórum frá Noregi á Miðvikudaginn 6 og héldum til Svíþjóðar þar sem við gistum eina nótt og á Fimmtudagsmorgun keyrðum við til Gautaborgar og tókum ferjuna til Danmerkur, þegar þangað var komið héldum við beint til Århus í heimsókn til Kiddu vinkonu okkar, við stoppuðum þar í góðan tíma og þáðum kaffi og með því, fengum frábærar móttökur, síðan var haldið af stað á ný og keyrt til Hansthólm á vesturströndinni en þar ætlum við að heimsækja Ernu og hennar börn Önnu og Jón og síðan bróðir Ernu sem einnig heitir Jón og hans fjölskyldu.

Það var takið alveg frábærlega á móti okkur hér í Hansthólm, við fengum heila íbúð útaf fyrir okkur og erum þar ein og síðan er búið að dekra við okkur í mat, sýna okkur það áhugaverðasta hér í kring þannig að þetta eru búnir að vera frábærir dagar hér á vestur Jótlandi.

Á morgun höldum við niður til Billund og gistum þar hjá Kalla seinust nóttina, en Kalli er bróðir Ernu sem við erum hjá, þau eru frændfólk Rannveigar í föður ætt.

Við  fljúgum svo heim frá Billund á Mánudagsmorgun, þannig að næsta færsla frá þessari ferð verður að heiman og verður það þá uppgjör á henni, ég set heldur ekki inn fleiri myndir fyrr en ég verð kominn heim.

Með bestu kveðjum úr Danaríki. Happy


Samantekt frá Norefjell.

Jæja það er búið að vera frábært hér í Noregi þessa daga, reyndar er ég búinn að vera með kvef og bara hálf lasinn, en það er allt að lagast og sólin að fara að skína aftur eftir rigningarhelgi. Fyrstu dagana var mikill hiti en á kvöldin þá voru þrumur og eldingar það voru svona sérstök upplifun. Stundum stóð manni ekki alveg sama en það var mjög gaman og flott að sjá þetta. Um helgina minkaði hitinn og var meira og minna rigning en við létum það ekkert eyðileggja fyrir okkur.

Við erum búin að vera að skoða hér í kring það sem okkur finnst áhugavert eins og t.d gufulest , ævintýrahús og síðan fórum við í sund sem var svona alveg sértök, það var með stórum rennibrautum, öldugangur í sundlauginni og stórum stökkbrettum svo eitthvað sé talið. Aðrir hér fóru líka í tívolí og dýragarð en við gömlu hjónin höfðum ekki mikil áhuga á því. Þá daga sem ekkert var farið  og á kvöldin var spjallað, rifjað upp liðna tíð og hlegið mjög mikið. Tekið voru í spil, bæði venjuleg spil, mattardor, borðtennis, og sumir prjónuðu. Frúin fékk fína klippingu og litun, var mjög sæt á eftir, sæt var hún fyrir.  

Síðan er náttúrulega búin að standa hér tvöföld fimmtugsafmælisveisla, sem var alveg frábær, enda ekki furða það sem það voru frábærir veisluhaldarar sem voru búinn að undirbúa hana mjög vel. Það var margréttað matarborð, eftirréttir og bjór, vín og gos eins og hver og einn gat í sig látið. Haldið voru afmælisræður, sungið, dansað og farið í leiki. Einnig var kveiktur var varðeldur og grillað var sykurpúðar og fleira góðgæti. Allir skemmtu sér konunglega fram að rauða nótt.

Ég hef ekki getað sett inn myndir að undanförnu vegna lélegrar nettengingar í þau skipti sem ég hef komist á netið, en ég set inn myndir um leið og ég get Wink.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband