Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Hver stjórnar?

 

Stundum þegar maður hlustar á það sem fram fer á Alþingi veit maður ekki alveg hvernig stjórnskipan landsins er Crying.

Ég tók alla veganna eftir því í hádegisfréttum í dag, þegar verið var að ræða um fjárloforð ráðherra og stjórnarinnar nú fyrir kosningarnar, að það væri nú eins mikið stjórnarandstöðunni að kenna og stjórninni því að hún (andstaðan) væri að biðja um þetta Halo.

Nú geri ég ráð fyrir því að í sumum tilfellum sé það rétt, en mér hefur nú fundist hingað til að stjórnin hafi ekki á í neinum vandkvæðum með að hafna tillögum stjórnarandstöðunnar og standa vörð um ríkissjóð Police.

Mér finnst þetta nú kannski bera keim af því að kosningar eru á næstu grösum (ja nema að stjórnskipan landsins hafi verið breytt) og það eigi að hafa vara undankomuleið svo að ekki sé hægt að kenna þeim um Framsókn og Íhaldinu, veit það ekki en mér finnst stundum eins og ég hef áður sagt að við verðum að gera þá lágmarks kröfu til stjórnmálamanna að þeir geti verið sjálfum sér samkvæmir og tekið ábirgð á eigin orðum, en séu ekki alltaf að reyna að koma því sem þeir vita ekki hvernig mælist fyrir yfir á aðra á meðan það er prufukeyrt og hirði það svo aftur ef það skilar gróða en hendi því svo endanlega ef það mælist ekki vel fyrir.

Ég hef orð á þessu vegna þess að ég vill kalla eftir ábirgð stjórnmálamanna á orðum sínum og gerðum, það hlýtur að vera lámarks krafa sú tegund af mönnum sem kallast stjórnmálamenn beri sömu ábirgð á gerðum sínum og við afgangurinn af þjóðinni ekki satt.


Þegar upp er staðið af landsfundi.

Þá eru Vinstri Grænir staðnir upp af landsfundi sínum og kenndi ýmsa grasa þar eins og við var að búast.

Flest af því sem þar kom fram get ég svo sem tekið undir í einhverri mynd, en mundi kannski hafa þar öðruvísi áherslur á sumu.

Því að það má öllum vera ljóst að það löngu tímabært að leggja áherslur á umhverfisvernd og það að fólk taki ábyrgð á umhverfi sínu og því hvernig það (fólkið) kemur fram gagnvart náttúrunni, þá er ennþá ljósara að stjórnvöld virðast fljóta sofandi að feigðarósi hvað umhverfismál varðar.

Eða getur það talist eðlileg umhverfisstefna að ALLT sé falt fyrir stundargróða á meðan landinu blæðir út, ég hélt í fáfræði minni að þeir sem veljast til forustu í landsstjórninni ættu að hafa þann þroska til að bera að þeir hugsuðu lengra fram í tíman en til næsta dags, en mér virðist að svo sé ekki, því að stjórnvöld sem hugsa um það eitt að reisa virkjanir og stóriðju á sem flestum stöðum og þéttast um landið þau stjórnvöld eru ekki að hugsa um hvað verður hér á landi eftir 50 ár.

Því að það þarf engan spádómsmann til að sjá að sú sýn er ekki fögur ef fram heldur sem horfir.

En aftur að landsfundinum hjá VG, þar er líka lögð áhersla á félagslega þáttinn í samfélæginu og er það vel, því að ekki veitir af að breyta þeirri stefnu sem núverandi stjórn hefur keyrt út yfir öll velsæmismörk og felst í því að gera þetta þjóðfélag en líkt Bandarísku þjóðfélægi og kostur er, þar sem þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari fátækari.

Þess vegna hélt ég að það lægi ljóst fyrir að loknum landsfundi VG að þeir ætluðu að fella þessa stjórn, en ekki bara kannski ef að þeim þykir stjórnarandstaðan hafa möguleika á að mynda nægilega sterka stjórn að þeirra mati, „sem sagt ef við fáum það sem við viljum“ finnst mér Steingrímur J vera að segja, annars myndum við bara stjórn með Sjálfstæðisflokkum, eða eins og ég sé það vera VG þá annað tilbrigði við stjórn Sjálfstæðismanna í stað Framsóknar, nýr grautur í sömu skál!


Fjölskyldan stækkar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér seinustu daga enda var að fjölga í fjölskyldunni um einn.Grin

Það er semsagt fæddur lítill prins sem var aðeins 8 merkur og 45 sm, en það er nú ekkert svo lítið er það?Halo

Hann kom aðeins á undan því sem ætlað var en er hraustur eins og afinn, en hann og mamman hafa átt tíma minn og því ekkert heyrst frá mér í gær eða dag.

Það er annars af nógu að taka finnst mér, eins og KLÁMRAÐSTEFNA sem mér finnst eins og sjálfsagt flestum ekkert til að hrópa húrra fyrir, EN það verður samt að gilda ein lög í landinu og á meðan fólk er ekki á skrá sem afbrota menn er ekki hægt að segja því að koma ekki.

Í þessu sambandi finnst mér fólk fara offörum í því að dæma, tökum til dæmis umræðuna um útlendingahatur sem verið hefur bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þar ætlar fólk að ganga af göflunum af því að Frjálslindir hafa sett það fram að það eigi að skoða hvort þeir sem hér vilja setjast að hafi brotið lög í sínu heima landi, en síðan getum við ætlast til þess að fólki sem ekki er á sakaskrá sé meinað að koma hingað, ha kommon, reynum nú að vera örlítið samkvæm sjálfum okkur í málflutningi okkar.

Læt þetta duga í kvöld en læt í mér heyra um helgina.


Rannsóknarblaðamennsk.

Jæja þá leggur maður á stað hér, við verðum síðan að sjá hverju það skilar þegar upp er staðið. Smile

Það er þannig, að í upphafi skildi endirinn skoða, mikið finnst mér skorta á það svona almennt séð í öllu því sem yfir gengur í deiglunni í dag. Cool

Mér finnst það í sjálfu sér gott mál að vera með gagnrýnna fjölmiðla og oft gera þeir gott í að hjálpa fólki að vekja athygli á hlutum sem almenningur fær ekki komið á framfæri, en það er líka alveg ljóst að það vald sem liggur í hendi fjölmiðla er mikið og því verður að beita með aðgát.

Því segi ég þetta núna, að undarfarnar vikur hefur þessi tegund af fjölmiðlun verið meira áberandi í sjónvarpi en kannski oftast áður.

Það eru fyrst og fremst tveir þættir í sjónvarpi sem hafa verið að fletta upp málum sem eru umdeild, en það er Kompás stöðvar 2 og Kastljós ríkissjónvarpsins.

Nú er það svo e byrjum á Kompás að margt hefur verið gert þar sem er gott og mög erfið mál verið tekin þar og gerð góð skil, en svona almennt séð finnst mér ekki vera nóg að leggja til atlögu og rífa það niður sem fjallað er um hverju sinni, heldur verður að fylla uppí með einhverju betra í staðinn, síðan finnst mér að það eigi að setja skorður við því að það sé hægt að taka fólk af „lífi“ í beinni útsendingu.

Við getum öll haft mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum, en það á EINGINN skilið þá meðferð sem Guðmundur í byrginu fékk, það snýst ekkert um álit mitt á honum eða því máli öllu, heldur hitt að hver skal saklaus vera þar til sekt hans er sönnuð og svo hitt að hann eða hver annar sem er eiga aðstandendur, fólk sem í flestum tilfellum hefur ekkert af sér gert, síðan á fólk börn sem geta ekki ákveðið hvar þau standa og það verður að teljast full sanna að þau eiga ekki skilið að lenda í því að horfa uppá foreldra sína í sjónvarps umfjöllun á þann hátt sem um ræðir í þessu sérstaka tilfelli.

Við verðum að gera okkur ljóst að hafa skal aðgát í nærveru sálar, það er algilt hvort sem við teljum hana seka eða saklausa.

Hvað Kastljósið varðar þá verður það að teljast gott og þarft að opna á það sem virðist hafa farið fram á upptökuheimilum út um allt land, en eins og aðrir í þessari rannsóknarblaðamennsku virðist enginn vita hvenær er komið nóg og mál að láta kurt liggja og leifa því fólki sem virkilega á um sárt að binda að fá hjálp hjá þeim sem eru færir um að veita hana.

Jæja þá er svona kannski búið að taka tappann úr hvað varðar fortíðina og hægt að halda sig í núinu hvað umræðuna varðar, en meira um það síðar.

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband