Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ferðalok.

 

Jæja þá erum við komin heim, það hefur aðeins dregist að koma ferðalokum inn hér, eins og allaf fer maður á kaf í annað.

En samsagt við komum heim á Sunnudaginn og gekk ferðin vel, það var vaknað kl 07:00 og fengið sér að borða, síðan var farið sem leið lá út á flugvöll, það gekk allt saman mjög vel og í loftið fórum við á réttum tíma, mæðgurnar lögðu sig nú á heimleiðinni, ég reyndi að gera það sama en gekk misjafnlega (ég sem er vanur að sofa eins og steinn) því ég sat við ganginn og það var svo mikil umferð um hann og alltaf verið að reka sig í mig Devil, en svona er þetta hef ekki ennþá efni á einkaþotu sko hehehe.

Lentum í Keflavík fimm mínútum á undan áætlun þar sem Biggi beið eftir okkur með bílinn og síðan var brunað í Hafnarfjörð, þessi ferð gekk mjög vel og tengdamamma er í skýjunum með hanna sem kannski skiptir mestu, síðan hitt að við nutum þess að vera með hana og fannst það alveg frábært að geta gert þessa ferð að veruleika.


Laugardagur.

Jæja þá er síðasti dagurinn hér runnin upp eða þannig, eftir morgunmat fórum við að skoða gamla glerverksmiðju, sem er safn líka og þar líka seldir glermunir sælgæti og margt fleira, það var mjög gaman að skoða þetta og svo var eitthvað keypt líka, ég keypti engil sem heldur á kerti í hvorri hendi og fleira.

Síðan keyrðum við til Hönefossen og fengum okkar kaffi og konurnar gátu fundið eitthvað til að kaupa þar Tounge, að því búnu var farið heim þar sem sumir fóru að slakaá en hinir fóru að huga að matnum og að gera klárt fyrir júróvision.

Jæja júróvisun búin og við unnum EKKI hehehe, var samt frábært að vera með og upplifa Norskt júróvison, þetta eru lokaorðin héðan frá Noregi á morgun komum við HEIM. Grin


Föstudagur.

Þá er föstudagurinn að kveldi kominn og aðeins einn heil dagur eftir hér í Noregi, við eigum flug kl 10:30 að staðartíma og lendum 11:20 að staðartíma Grin, en nóg um það að sinni.

Byrjuðum rólega í dag eins og aðra daga, síðan var komið að tiltektum og þrifum, síðan var farið að sækja Adda en hann kom á svæðið seinnipartinn í dag frá Danmörku með ferju frá Fredigshafen, síðan var grillað og sá undirritaður um að passa grillið, núna sitja allir og spjalla í rólegheitum.

Læt þetta duga að sinni, ætla að reyna að setja inn myndir líka núna.


Fimmtudagur.

Allir snemma á fótum í dag, það á að fara að versla! Við fórum af stað um 11 fórum fyrst að skoða föt á börnin það er að segja barnabarnabörn, síðan var haldið í molið og farið að leita að fötum og fleiru sem fólki vanhagaði um Smile eða þannig.

Þegar heim var komið var slakað og undirbúið fyrir júróvíjun kvöldið og að sjálfsögðu farið yfir það sem var keypt, það eru allir hressir hér og njóta ferðarinnar og ekki laust við sumir vilji bara ekkert fara heim Grin.

Veit ekki hvernig mér gengur að koma þessu inná netið, tengingin er að stríða mér, en við sjáum til.


Miðvikudagur.

Rólegur dagur hér heima, við vorum bara að dunda okkur, tengdamamma fékk hárlagningu, en tengdadóttir Herdísar er að ljúka námi sem hársnyrtidama og tók hana og þvoði hárið setti rúllur í það og greiddi henni síðan.

Annars hefur þetta verið rólegasti dagurinn síðan við komum hingað, en á morgun er áætlað að fara í verslunarleiðangur, en Herdís tók sér frí í tvo daga til að geta snúist aðeins með okkur og svoleiðis.

Set bara inn myndir á morgun það er ekkert svo sem að mynda hér heima lengur, er ekki vinsæll ef ég tek myndir á hverjum degi af þeim mæðgum að hvíla sig hahaha.


Þriðjudagur.

 

Jæja búinn að vera góður morgun með sól og hita, en að verða tólf var orðið skýjað og farið að sudda, annars var farið á fætur svona frá 8-9 í morgun og síðan fórum við að skoða þær fáu búðir sem eru hér í kring, ég keypti mér sólgleraugu og fékk smá tíma til að prufa þau, fórum einnig og keyptum kaffibrauð og mjólk, síðan var haldið heim og fengið sér kaffi og sætabrauð, ja þeir sem það máttu Happy

Síðan hefur skipst á skin og skúrir, dagurinn er búinn að vera góður við fáum veislu á hverju kvöldi og er ekkert viss um að allir megi við því Police, Rannveig og Herdís fóru í kvöld að hitta einhverjar konur (Íslenskar) og komu með brúnköku heim handa tengdamömmu og okkur Jóa líka.

Læt þetta duga að sinni, það eru engar myndir í dag en vonandi verða þær á morgun.


Mánudagur.

 

Fallegur morgun hér í Noregi sól og heitt, ja það var það og allir komnir út á pall með handavinnu og fínt, en vitið menn eins og hendi væri veifað kom haglél og maður spyr sig, bíddu erum við ekki í útlöndum, eða erum við bara á Íslandi ha? Tounge.

Tengdamamma er að segja okkur að heima séu karlarnir á eftir henni svo kemur hún til Noregs og þá hefur hún engan frið fyrir köttunum Grin, henni finnst þetta bara ekki eðlilegt að geta ekki fengið frið hvar sem hún er haha.

Seinnipartinn í dag er búið að skiptast á sól og haglél maður er ekki alveg viss hvort  maður er norður í landi eða í Noregi Crying eða þannig, að öðru leiti er dagurinn búinn að ver fínn og allir búnir að hafa það gott.

Síðan eru nokkrar myndir.


Sólin komin.

 

Jæja þá er sólin komin, þó að það sé bara með köflum Smile.

Búinn að vera fín dagur hér í Norge, það fóru allir seint á fætur eða á bilinu hálf níu til tíu og fengum þá morgunverðarhlaðborð að hætti Herdísar með beconi og öllu, síðan var farið af stað og endað í risastórri blómabúð þar sem við skoðuðum okkur um, fengum okkur kaffi, en sumir fengu sér ís, Herdís keypti sér GERFI blóm í blómabúðinni og héldum að því búnu heim til að hvíla okkur aðeins betur hahaha.

Tengdamamma er bara hress og hefur gaman af ferðinni, var reyndar örlítið dösuð í gær og dormaði, en hvíldist vel í gær og nótt og er búin að hress í dag og hefur notið lífsins.

Annars er ekki mikið að segja, en hér koma líka nokkrar myndir, síðan kemur bara meira seinna.


Nokkrar myndir.

 

Hér eru nokkrar myndir af ferðinni út og þjóðhátíðardeginum. Grin


Noregur.

 

Jæja þá er það Noregsferð, lögðum af stað kl 07:30 frá Akranesi í gærmorgun og komum við á Hrafnistu í Hafnarfirði og náðum í tengdamóðir mína sem er níræð (en tilgangur ferðarinnar er að leifa henni að heimsækja sitt fólk í Osló), síðan var haldið í Keflavík í flug, á leiðinni kom í ljós að lyfin höfðu gleymst á Hrafnistu óóóó hvað nú? Jú það var hringt í Ágústu og hún beðin að ná í lyfin og koma með þau í strax og flýta sér, en á löglegum hraða haha.

 Ferðin gekk vel og við lentum í Osló kl 17:00 að staðartíma og þar tóku Herdís og Jói á móti okkur, en við erum hjá þeim, þegar þangað var komið og búið að borða var komið að því að slaka á og hvíla sig.

Vorum snemma á fótum í morgun enda 17 Maí þjóðhátíðardagur normanna, kl 10:00 var farið út að skoða skrúðgönur og fá sér þjóðhátíðarkaffi Smile, síðan var farið heim og slakað á að nýju, Herdís bjó til tertu og köku og þá fengum við heima þjóðhátíðarkaffi.

Það er allt í fánum og voða fínt hér þótt það sé búið að vera rigning.

Meira síðar.


Næsta síða »

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband