Þegar upp er staðið af landsfundi.

Þá eru Vinstri Grænir staðnir upp af landsfundi sínum og kenndi ýmsa grasa þar eins og við var að búast.

Flest af því sem þar kom fram get ég svo sem tekið undir í einhverri mynd, en mundi kannski hafa þar öðruvísi áherslur á sumu.

Því að það má öllum vera ljóst að það löngu tímabært að leggja áherslur á umhverfisvernd og það að fólk taki ábyrgð á umhverfi sínu og því hvernig það (fólkið) kemur fram gagnvart náttúrunni, þá er ennþá ljósara að stjórnvöld virðast fljóta sofandi að feigðarósi hvað umhverfismál varðar.

Eða getur það talist eðlileg umhverfisstefna að ALLT sé falt fyrir stundargróða á meðan landinu blæðir út, ég hélt í fáfræði minni að þeir sem veljast til forustu í landsstjórninni ættu að hafa þann þroska til að bera að þeir hugsuðu lengra fram í tíman en til næsta dags, en mér virðist að svo sé ekki, því að stjórnvöld sem hugsa um það eitt að reisa virkjanir og stóriðju á sem flestum stöðum og þéttast um landið þau stjórnvöld eru ekki að hugsa um hvað verður hér á landi eftir 50 ár.

Því að það þarf engan spádómsmann til að sjá að sú sýn er ekki fögur ef fram heldur sem horfir.

En aftur að landsfundinum hjá VG, þar er líka lögð áhersla á félagslega þáttinn í samfélæginu og er það vel, því að ekki veitir af að breyta þeirri stefnu sem núverandi stjórn hefur keyrt út yfir öll velsæmismörk og felst í því að gera þetta þjóðfélag en líkt Bandarísku þjóðfélægi og kostur er, þar sem þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari fátækari.

Þess vegna hélt ég að það lægi ljóst fyrir að loknum landsfundi VG að þeir ætluðu að fella þessa stjórn, en ekki bara kannski ef að þeim þykir stjórnarandstaðan hafa möguleika á að mynda nægilega sterka stjórn að þeirra mati, „sem sagt ef við fáum það sem við viljum“ finnst mér Steingrímur J vera að segja, annars myndum við bara stjórn með Sjálfstæðisflokkum, eða eins og ég sé það vera VG þá annað tilbrigði við stjórn Sjálfstæðismanna í stað Framsóknar, nýr grautur í sömu skál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband