Þjóðhátíðardagur.

 

Þá er runnin upp 17 Júní og ekki veit ég hvort það er bara eitthvert lögmál að ekki skuli vera sól á þessum degi eða hvað það er, en við vöknuðum í skýjuðu veðri og örlitlum vindi hér í Hallormsstaðarskógi J.

Í gær hinsvegar vorum við hér í yndislegu veðri hitinn svona 17 - 20 stig og frábært veður.

Við lögðum frekar snemma af stað og héldum til Reyðarfjarðar og litum þar nýjustu stórframkvæmd íslandssögunnar það er nú með það eins og svo margt að það væri hægt að skrifa heila ritgerð um þá framkvæmd, bæði með og á móti, en ég læt mér nægja að segja að ekki fannst mér nú útsýnið verða fegurra fyrir vikið er ég ók þar framhjá, en annars mjög fallegt í Reyðarfirði í logni og sól.

Síðan var ekið sem leið lá til Eskifjarðar og svipast þar um, ekkert álver þar Smile, síðan var lagt á oddskarð og ekki finnst mér það nú vera nein lágheiði sko Gasp, en þar sem ég var nú kenndur Alþýðubandalagið sáluga þá varð ég nú að fara og heimsækja mekka vinstrimanna á Íslandi, gat bara ekki látið það ógert Cool og þegar til Neskaupstaðar kom blasti við fallegur bær að mínu mati, að vísu liggur bærinn undir háum fjöllum en í því felst líka fegurð, við keyrðum um bæinn sem virtist snyrtilegur og fundum þar mjög snyrtilega sundlaug sem við heimsóttum sérstaklega og nutum þess að liggja þar í pottunum í sólarblíðunni.

Á bakaleiðinni stoppuðum við á Eskifirði og fengum okkur nesti sem frú Rannveig hafði smurt um morguninn Grin og ég komst að því að maður gerir alltof lítið af þessum gamla sið að taka með sér nesti J ummm.

Síðan var haldið til baka í Hallormsstað, undirritaður reyndi að bæta útlit sitt með að fá sér fegrunarblund og veit svosem ekkert um hvort það hefur virkað eitthvað, en vonar það besta Tounge, um kvöldið var svo grillað að sjálfsögðu og síðan spilað rommý og þrátt fyrir að undirritaður ætti frábæra byrjun varð hann að sætta sig við tap eða þannig Crying.

Með þjóðhátíðarkveðum frá Hallormsstðarskógi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband