Hallormsstaður.

 

Góðan daginn!  Nú er kl 07:45 að staðartíma í Hallormsstaðarskógi og við búin að vera á ferð um Ísland frá því á Sunnudag, með tjaldvagninn okkar í eftirdragi, það er verið að vígja hann sko, við erum búin að fá frábært veður allan tímann aðeins smá hitaskúr hér í gærkvöldi, hins vegar höfum við komist að því að kannski er betra að fara fyrst í útilegu á íslandi og síðan í sólarlandaferð til Spánar Grin, svona vegna hitamunar eða þannig.

Við byrjuðum á að fara á Sauðarkrók til pabba og vorum þar í tvær nætur, síðan keyrðum við í Kjarnaskóg við Akureyri og vorum þar í aðrar tvær nætur, þar í grennd er jólahúsið og skoðuðum við það að sjálfsögðu Wink, það er voða gaman að koma svona í heim jólanna í 10 mínútur um miðjan Júní Smile.

Síðan var nú nokkrum tíma varið í heitapottunum svona til að vega upp hitamuninn frá í síðustu viku Blush, því þessar fyrstu 4 nætur voru svolítið kaldar bæði á meðan verið er að jafna út hitamuninn frá Spáni og svo var bara frekar kalt á nóttunni, á fimmtudaginn var tekið upp og fyrirhugað að halda hingað austur, en vegna þess að við töfðumst á Akureyri þá fórum við nú bara í Vaglaskó og vorum þar yfir nóttina, sváfum alveg rosa vel við undirleik frá ánni, komum síðan hingað um miðjan dag í gær og áttum hér góða nótt, hér er meiningin að vera í nokkrar nætur við sjáum til hvernig það verður.

Með sólarkveðjum að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband