Þreytandi!

  

Nú að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins finnst mér þreytandi að fólk skuli geta komist upp með að segja hluta sannleikans án þess að hvorki fjölmiðlar né aðrir reyni að leiðrétta eða segja það sem uppá vantar til þess að allur sannleikurinn heyrist.

Þegar ég hef orð á þessu er ég að tala um árangur ríkisstjórnarinnar, því að vísu er það satt og þess vegna hluti sannleikans að þér hefur orðið kaupmáttaraukning og það nokkuð mikil hjá hluta fólks, en ég tel að þessi kaupmáttaraukning hafi orðið hjá svona 10 - 20 % þjóðarinnar og að kannski önnur 10 % geti sagt að hún hafi það gott, EN síðan eru þá um 70 % eftir sem hefur ekki orðið vör við alla þessa kaupmáttaraukningu, hvers vegna?  Það er ósköp einfalt, allar kjarabætur hvort sem það eru kauphækkanir, skattalækkanir eða annað miðast við prósentu hlutfall, og þegar fólk er með laun sem eru á bilinu 80 - 190 þúsund þá eru allar kjarabætur dagsins í dag farnar útum verbólgu og vaxta gluggann áður en þær komast í vasa þeirra sem þær eiga að fá.

Það er ekki nein ný sannindi að stjórnvöld tala ekki máli og sjá ekki það sem snýr að hinum almenna borgara, það er eins og við búum við aðalskerfi miðalda hvað þetta varðar, ef laun þín eru fyrir neðan ákveðin mörk þá koma þau stjórnvöldum ekki við, þá tilheyrir fólk bara þeim fátæku og fær ekki aðgang að sölum eða kræsingum hinna ríku.

Þegar maður upplifir þetta á þennan hátt finnst manni það tilgangslaust að vera að tjá sig á annað borð, það skipti hvort að er ekki máli, EN það var á þeirri skoðun sem aðallinn ríkti á miðöldum og ef ég get gert eitthvað til þess að aðallinn ríki ekki yfir oss þá geri ég það og held áfram að tuða Cool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll félagi,

þakka þér hlýleg orð. Ég er sammála þér með skattalækkanir þær þurfa að koma neðan frá en ekki ofan frá og þess vegna þarf að hækka skattleysismörkin því það munar manneskju með lægstu tekjurnar um þann pening en maður á ofurlaunum sér það ekki einu sinni þrátt fyrir að hann greiði talsverða skatta sem hlutfall af sínum launum. Annars er ég nú ekki sérfræðingur í skattamálum en þeir þurfa að vera tæki til jöfnuðar.

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.4.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband