Lýðræði, hvað kostar það?

 

Mér finnst á stundum að þessi spurning sé áleitin þegar maður hlustar á stjórnmálamenn í dag, því að þeir eru að leifa sér að láta að því liggja að við kjósendur höfum ekki á því vit hvað hlutirnir kosta og um leið að þjóðarbúið megi ekki við því að vilji okkar kjósenda nái fram að ganga, en þá vill ég spyrja, hverjir hafa ekki efni á, eða hvaða þjóðarbú hefur ekki efni á?

Vegna þess að þegar horft er á þennan málflutning finnst mér skína í gegn að það eru þeir sem nú þegar eiga meiri peninga en þeir geta nokkru sinni notað sem eru að tapa á lýðræðinu en ekki við sem hvort sem er eigum enga peninga, og þá sé kannski jafnvel hætta á því að við gætum eignast peninga, sem væri kannski verst af öllu.

Þetta er nú kannski svolítið harkalega sagt, en það fer bara óendanlega í taugarnar á mér þegar þessir menn sem eru að biðja okkur um að kjósa sig á Alþingi koma á sama tíma og segja að ég geti ekki haft vit á þessu eða hinu til að kjósa um það og segja hvort ég vilji það eða ekki, hvernig á ég þá að hafa vit á því hvort hinn eða þessi er hæfur til að setjast á Alþingi,ég sé ekkert nema þversagnir í þessu öllu og sennilega best að fara að skrifa um eitthvað annað en stjórnmál og kosningar, leifa þessu bara að fara sinn veg enda varla fær um annað miðað við það sem ég sagði hér fyrr.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband