Ferðalok.

Jæja þá erum við nú komin heim, komum heim í gær (Mánudag) og vorum býsna ánægð með það Smile.

Við keyrðum á Sunnudaginn niður Danmörku til bæjar sem heitir Vandel og gistum þar seinustu nóttina hjá Kalla frænda Rannveigar, fengum þar alveg frábærar móttökur grillað fyrir okkur svona uppá Íslenskan máta og allt Wink.

Fyrr um daginn hittum við Vilborgu og Sigfús niður í Vejle sem er rétt hjá þar sem við gistum, fengum okkur ís saman og skoðuðum höfnina, eða fjörðinn sem hún stendur við og brúna sem liggur yfir hann, en fyrst og fremst vorum við nú bara að hittast.

Síðan flugum við öll saman heim í gærmorgun, fórum í loftið svona nokkurn veginn á réttum tíma, flugið var gott og við lentum svo kl 14:00 að staðartíma á keflavíkurflugvelli, eftir þetta venjulega var bíllinn sóttur á stæðið og brunað til Hafnarfjarðar til að hitta tengdamömmu sem var held ég farin að bíða svolítið mikið eftir okkur, eftir stopp þar uppá klukkutíma eða svo var síðan haldið á Skagann en þar var annar aðili farin að bíða svolítið mikið eftir okkur líka en það er Eyjólfur (prinsinn á heimilinu), þegar á Skagann kemur er hringnum lokað og Jón er kominn heim eða þannig hahaha.

Þetta er búin að vera alveg frábær ferð og frábærar móttökur sem við höfum hjá því fólki sem við hittum í Noregi og Danmörku og þökkum við kærlega fyrir okkur og vonum að þið hafið það sem allra best og með þeim orðum líkur þessari ferðasögu með brosi á vör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Blessaður frændi.

Gott að ferðin var góð hjá ykkur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 15.8.2008 kl. 13:30

2 identicon

Kæri vinur.

Gott að sjá að ykkur líður vel - það er merkilegt hvað leiðin er löng undir Hafnarfjallið ... einhvern tíma hefði mann ekki munað um að renna, a.m.k. einu sinni á dag

Stína (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir komuna kæru vinir,

það var ákaflega gaman að hitta ykkur og takk fyrir gott spjall.

Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.8.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband