Danmörk.

Jæja það hefur ekki heyrst mikið í mér að undanförnu, hef verið í lélegu netsambandi þar til ég kom til Danmerkur og þá hef ég haft nóg að gera.

Við fórum frá Noregi á Miðvikudaginn 6 og héldum til Svíþjóðar þar sem við gistum eina nótt og á Fimmtudagsmorgun keyrðum við til Gautaborgar og tókum ferjuna til Danmerkur, þegar þangað var komið héldum við beint til Århus í heimsókn til Kiddu vinkonu okkar, við stoppuðum þar í góðan tíma og þáðum kaffi og með því, fengum frábærar móttökur, síðan var haldið af stað á ný og keyrt til Hansthólm á vesturströndinni en þar ætlum við að heimsækja Ernu og hennar börn Önnu og Jón og síðan bróðir Ernu sem einnig heitir Jón og hans fjölskyldu.

Það var takið alveg frábærlega á móti okkur hér í Hansthólm, við fengum heila íbúð útaf fyrir okkur og erum þar ein og síðan er búið að dekra við okkur í mat, sýna okkur það áhugaverðasta hér í kring þannig að þetta eru búnir að vera frábærir dagar hér á vestur Jótlandi.

Á morgun höldum við niður til Billund og gistum þar hjá Kalla seinust nóttina, en Kalli er bróðir Ernu sem við erum hjá, þau eru frændfólk Rannveigar í föður ætt.

Við  fljúgum svo heim frá Billund á Mánudagsmorgun, þannig að næsta færsla frá þessari ferð verður að heiman og verður það þá uppgjör á henni, ég set heldur ekki inn fleiri myndir fyrr en ég verð kominn heim.

Með bestu kveðjum úr Danaríki. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og takk fyrir síðast og velkomin heim aftur elskurnar mínar mikið fannst mer gaman að fá ykkur til min vonandi verður ekki svo langt þangað til maður sest aftur hver veit ..... tíminn er svo fljótur að liða ...

Erna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband