Írskir dagar hér á Akranesi.

 

Það eru Írskir dagar hér á Akranesi um helgina með tilheyrandi húllumhæi Grin, við hjónin höfum nú svo sem ekki verið á neinu flippi fyrir það því Rannveig er að vinna og það svona í meirikantinum því það er nóg um að vera hjá henni í vinnunni, hún er staðgengill forstöðukonunnar.

En aftur að Írskum dögum, við fórum í gærkvöldi að horfa á Írska og Skoska dansa, það voru börn sem sýndu og voru þetta svona dansar sem voru dansaðir við samkomur heldrafólksins um og fyrir 1800, það var gaman að sjá þetta en kannski hægt að standa lengi og horfa því að fyrir mann eins og mig vara þetta nú allt svona svipað á að sjá Tounge.

Síðan fórum við með hinum unglingunum og hlustuðum á Jónsa í svörtum fötum, ja það er að segja Jónsi var ekki í svörtum fötum (á mynd því til staðfestingar)Írskir hahaha, aftur á móti var hann með hljómsveitina sína með sér sem heitir Í SVÖRTUM FÖTUM eins og allir vita, það er alltaf gaman að Jónsa og félögum og líkaði okkur vel, síðan steig á svið sjálfur Björn Jörundur og að sjálfsögðu Ný Dönsk með honum, jú jú ljómandi flutti lög sem maður hefur verið að raula í langan tíma sum hver í það minnsta.

Vorum komin heim fyrir miðnætti enda við bæði alveg laus við að þurfa að innbyrða alkóhól við svona tækifæri eða yfirleitt þannig að þegar þessu var lokið fórum við samsagt heim að sofa, veit ekki hvort ég nenni eitthvað að verða á rápi í dag Rannveig fór í vinnuna fyrir hálf tólf og kemur ekki heim fyrr en eftir hálf tólf í kvöld, það kemur sjálfsagt bara í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband