Hvað skiptir máli?

 

Stundum sest ég niður og velti fyrir mér hlutum sem kannski eru ekki endilega í umræðunni, við slík tækifæri kemur það oft upp í hugann einföld spurning, hvað skiptir máli?

Það er nú oft þannig að einfaldar spurningar eiga fá en þó flókin svör, og þó, því að í raun er þetta afskaplega einfalt, það sem skiptir máli í raun og veru verður aldrei keypt fyrir peninga.

Ég er til dæmis ríkur maður (kannski ekki á peninga þó kvarta é ekki hvað það varðar) því ég á fullt af barnabörnum, yndislegum einstaklingum sem horfa á lífið eins og það er, það skiptir máli.

Það skiptir máli hvernig við komum fram við þá sem eiga leið um okkar garð, eða þá sem við göngum um hlaðið hjá, það skiptir máli hvernig við göngum um landið okkar Ísland og svona mætti lengi telja upp langan lista.

Það sem ég er nú kannski að segja með þessu er það að verðmæta mat okkar í nútímanum er orðið svo brenglað og úr takt við raunveruleikann að við erum hætt að hugsa um það sem skiptir máli, við hlustum allan daginn a fréttir og annað slíkt þar sem milljarðar eru aðalorðið og við förum að halda að það séu peningar sem skipta máli, auðvitað skipta peningar máli, en miklu minna máli heldur en svo margt annað og þegar upp er staðið þá getum við verið án peningar en til dæmis ekki án líkama, kannski ekki sanngjörn viðmiðun en samt.

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli, eitt bros eða klapp á bakið, vingjarnlegt orð og síðan það að ganga um landið okkar með virðingu, sleppa að kasta plastpokanum sem við höldum á, gosflöskunni, tómum sígarettu pakkanum, safafernunni, svona væri lengi hægt að telja upp, en þetta er bara brot af því sem fýkur inní garðinn minn þegar blástur er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband