Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
mán. 4.1.2010
Góðan dag og gleðilegt ár!
Ég hef ekki skrifað hér legi, enda finnst mér margt vera þannig að maður veit ekki hvað maður á að halda, við Íslendingar rúllum upp og niður tilfinningaskallann í afstöðu okkar til hinna ýmsu mála og skiptir þá engu hvað er okkur fyrir bestu sem heild.
Iceseve er eitt dæmið um það, enginn vill borga Iceseve þó að það sé vitað að ef málið snéri öfugt við og við værum í sporum Breta og Hollendinga á fyndist okkur að þeir ætu tvímælalaust að borga okkur, þannig væri hægt að telja upp lengi og tína til, mín skoðun er sú að það sé ekki hægt að koma núna og neita að borga, við áttum að stoppa bankana af á sínum tíma og passa uppá að það færi ekki allt úr böndunum, því það hefur alltaf verið þannig að það er ekki bæði hægt að halda og sleppa, við vorum svo áköf í að græða og græða 2007 að við vorum ekki tilbúin að sleppa og setja skorður við útrás og þenslu bankakerfisins og þegar þannig er komið verðum við bara að viðurkenna það og horfast í augu við staðreyndir, það er ekki í boði að stinga hausnum í sandinn eins og strúturinn á meðan allt brennur í kringum okkur, við viljum teljast sjálfráða og ábyrg þjóð og hafa frelsi til að gera það sem okkur dettur í hug, verðum við líka að vera tilbúin að taka afleiðingum gerða okkar.
Það sem við þurfum að leggja mesta áherslu á núna er að horfa með jákvæðum formerkjum á lífið í kringum, okkur bæði í nútíð og til framtíðar og þannig skapa okkur tækifæri til að takast á við það sem við þurfum að gera hvert og eitt okkar, því það er mín skoðun að á meðan við erum upptekin við að horfa á allt það vonda í kringum okkur og erum upptekin við það hugsa um það sem við getum ekki gert, ja þá gerum við ekkert og sleppum að gera það sem við annars gætum gert vegna þess að það tekur því ekki, þannig virkar neikvæðnin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu