Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðilegt nýtt ár.

 

Ég vill óska öllum Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir liðna tíð.

Ég vona svo bara að allir gangi hægt um gleðina dyr Wink, og geri ekkert sem ég mundi ekki gera hahahah, það þýðir meðal annars ekkert áfengi í kvöld Tounge, jæja er ekki í lagi að grínast aðeins á seinasta degi ársins.


Gleðileg jól.

 

Þá er aðfangadagur runnin upp og það meira að segja HVÍTUR Smile mér finnst nú alltaf skemmtilegar og hátíðlegra að hafa hvít jól.

Við fjölskyldan viljum óska öllum Gleðilegra jóla og megi friður ríkja um hátíðarnar.


Andlát.

 

Í dag lést tengdafaðir minn Sófus Berthelsen 93 ára að aldri, með honum er genginn einn af þeim mönnum sem í eina tíð voru kallaðir höfðingjar.

Hann var einn af þeim sem ekki bara átti sér drauma, heldur gerði allt sem hann gat til að láta þá rætast, hann hafði sínar hugsjónir og kom sumum þeirra í framkvæmd, sem dæmi um það var hann einn af þeim sem stofnuðu Haukana í Hafnarfirði og sat þar í stjórn um tíma, hann var líka rithöfundur og skáld og hagleiksmaður var hann á tré og skar út af mikilli list, en hæðst finnst mér þó bera sú persóna sem hann var og það sem hann lét frá sér fara til annarra sem hann umgekkst á leið sinni, ég fékk ekki að njóta þess nema í stuttan tíma, en  þökk sé fyrir hann.

Ég votta honum virðingu mína nú að leiðarlokum og bið ljós Guðs að geyma þig Sófus og engla hans að gæta þín far þú í friði.


Lífið heldur áfram.

 

Ég hef ekki verið mikið á ferðinni hér inni uppá síðkastið, sennilega að mestuleiti leti, bara ekta Íslensk leti.

Er búinn að vera að jafna mig eftir þetta hjartaáfall og núna síðustu fjórar vikurnar er ég búinn að vera í endurhæfingu á Reykjalundi, sem var alveg brábært þar er mikið af frábæru fólki sem vinnur kraftaverk á hverum degi, en nú er vistinni lokið þar og maður verður aftur að bera ábyrgð á eigin framförum ah ég sagði það já.Tounge

Ég er farinn að mæta í ræktina og allt, það er nú ekki langt síðan að ekki hefði verið tekið ja misjákvæð skulum við segja í það, en núna þegar manni hefur verið sýnt gula spjaldið ja þá reynir maður að forðast að fá annað ekki sat.

En hvað um það ég held að ég sé á góðri leið með að verða eins og ný sleginn túskildingur og þakka fyrir það að hafa fengið tækifær til að breyta því sem ég það að breyta hjá sjálfum mér og síðan er bara að vona að það takist eins og tilstendur.

Læt þetta duga að sinni, en verð vonandi duglegri að pára hér á næstunni.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband