Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Gleðilegt nýtt ár.

 

Þá nýtt ár gengið í garð og vona ég að það verði öllum sem allra best um leið og ég þakka fyrir liðið ár.

Það virðist vera mjög mismunandi augum sem fólk lítur á nýja árið sumir bera í brjósti væntingar og vonir um betri tíð og vona að þeir vakni af þeirri martröð sem þeim virðis seinustu mánuðir liðins árs vera, á meðan að aðrir líta á árið dökkum augum og telja að muni færa okkur tóma erfiðleika og vandræði.

Ég skal ekkert um það segja, en mér finnst þó allt í lagi að gefa þessu nýja ári tækifæri og þó að það verði kannski ekkert met ár þá gæti það orðið allt í lagi eins og sagt er, ég veit hins vegar að ef við förum inní þetta nýja ár með því hugarfari að það verði ómögulegt og ömurlegt, þá er nokkuð víst að við fáum ekki mikið gott útúr því, vegna þess að við sköpum okkar umhverfi sjálf, þess vegna mæli ég með að við förum inní árið með það hugarfar að taka með þakklæti á móti því sem nýja árið vill okkur gefa og færa, síðan tökumst við bara á við það sem takast þarf á við og reynum að gera það með jákvæðu hugarfari þannig að það veri okkur ekki erfiða en nauðsyn krefur.

Ég reyni að horfa jákvætt fram á veginn hverju sinni og takast á við hlutina með því hugarfari, auðvitað tekst það ekki alltaf, en ég tel mig þó vita að þegar það tekst þá er allt miklu auðveldara og þægilegra, því að til dæmis býr neikvæðnin til stór fjöll á meðan jákvæðnin minkar þau og gerir það þannig að verkum á köflum að við leggjum í að klífa þau í staðin fyrir að telja það vonlaust og leggja ekki af stað.

Það er einnig mjög mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og stefna að þeim, mér finnst til dæmis mín markmið fyrir næsta ár raunhæf og góð, en ég ætla að stefna á það að hafa það eins gott og framast er kostur og vinna að því að það megi verða svo, um leið og við setjum þannig markmið höfum við að einhverju að stafna að og þar með erum við með hugann við það og einhver staðar á bakvið á ómeðvitaða svæðinu í huganum erum við að vinna að þessu og leita tækifæra til að svo megi verða.

Gefum nýju ári ljós og jákvæðar hugsanir til að þróa.

Kveðja.

Finnbogi Rúnar.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband