Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Heja Norge.

Vöknuðum í morgun fyrir sjö og lögðum af stað til Noregs eftir sturtu og morgunmat, veðrið jafn heitt og það er búið að vara undanfarið sem jú bara gott, vinkona okkar virtist hafa hvílst vel því hún var eiturhress og kjaftaði á henni hver tuska Happy, við keyrðum sem leið lá að landamærunum við Noreg en þar var gert stopp í stað sem heitir Svinasund og er svona staður þar sem Norðmenn fara og versla mat og fleira, við skoðuðum okkur aðeins um þarna og eitthvað var nú keypt en ekki mikið þó Whistling.

Eftir að við höfðum fengið okkur hádegissnarl var haldið yfir landamærin til Noregs, þar eru landamæraverðir og finnst manni það svolítið skrítið í dag, því að það er sama hvar maður er að keyra maður sér ekki nokkurn mann við landamæri, en hvað um það bíllinn fyrir framan okkur var tekinn út í tékk og svo bíllinn á eftir okkur en við sluppum W00t, keyrðum síðan upp í Åneby til Herdísar og Jóa, hittum þar fullt af fólki, eftir kvöldmat fórum síðan af stað uppá Norefjell en þar tætlum við að vera næstu 8 dagana með Jóa og Herdísi og fullt af fleira fólki frá Íslandi.

Á leiðinni uppeftir lentum við í þrumum og eldingum og einhverri mestu rigningu sem ég hef séð, ég er vanur að keyra í byl en þetta var held ég verra en blindbylur, rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan og svo var bara varsvegurinn fyrir framan bílinn úuff, en uppeftir komumst við heilu og höldu á þremur bílum.

Síðan fór það sem eftir var kvöldsins í að koma sér fyrir, raða öllum niður í herbergi og svoleiðis  Smileog alla veganna var ég orðin þreyttur þegar ég fór að sofa um hálf eitt, látum þetta duga í dag góða nótt.


On the rod.

Þá erum við farin frá Långasjö og höldum í norðvetur til Trollhättan, í dag er búinn að vera einn heitasti dagurinn síðan við komum út um og yfir 35 stig.

Dagurinn byrjaði annars á því að vinkona okkar í GPS inu neitaði að segja eitt aukatekið orð L og gaf þannig tóni fyrir daginn, við byrjum á að keyra aukahring vegna þess að ég tók vitlausa beygju og vinkonan sagði ekki orð, síðan gekk ferðin vel eftir að við komumst á rétta braut þótt að vinkonan væri með alhljóðasta móti, en þegar við nálguðumst áfangastað byrjaði aðeins að vandast málið, keyrðum nokkra hringi í borginni áður en við komumst í svefnstað, en þegar upp var staðið var þetta góður dagur með smá ævintýrum sem eru jú nauðsynleg ekki satt Grin.

Vorum samt frekar þreytt um kvöldið og vorum farin að sofa um tíu leitið í öllum hitanum, enda er ferðinni heitið til Noregs strax eftir morgunmat, svo við látum þetta duga að sinni.


Vimmerby.

Í dag var farið til Vimmerby þar sem Astrid Lindgren var fædd en þar er garður sem heitir Astrid Lindgrens värld og er hann um allar þær sögupersónur sem þessi mikli rithöfundur skóp og þá heima sem þær lifðu i, við hittum þarna fyrir Emil, Línu Langsokk, Ronniu ræningjadóttur, bróður minn ljónshjarta og marga fleiri frægar persónur, annars er það þannig að þessi garður er frábær fyrir börn, en kannski ekki eins fyrir svona gamlingja eins og okkur, en það var voða gaman að koma þarna og vissulega fann maður barnið í sjálfum sér Halo.

Annars var dagurinn fínn í heild sinni, 30 stiga hiti og við bara í rólegheitum að dunda okkur í garðinum og á leiðinni fram og til baka, við fundum einhverjar búðir í Vimmerby og gátum meira að segja keypt eitthvað hahaah og svo gátum við líka fundið hamborgara sko, bara nokkuð góða Happy, annars lifum við ekki mikið á svoleiðis mat heldur eldum okkar mat sjálf.

Þetta er orðið gott í dag, á morgun er síðasti dagurinn okkar hér í smálöndunum en á Mánudaginn höldum við áleiðis til Noregs.


Hvíldar og þvottar dagur.

Í dag var afslöppunar dagur. Enda veitti ekki af þar sem dagurinn í gær var svolítið strembinn og á morgunn á að fara í Astrid Lindgren garðinn. Það er um 3 klukkutíma akstur þangað. Þannig að það þarf að leggja að stað snemma í fyrramálið til að eiga daginn fyrir sér í garðinum.  Við fórum samt í morgunn smá rúnt hér í kring að skoða okkur um og aftur í kvöld. Það er rosalega fallegt allstaðar hérna. Finnbogi var svo upptekinn eitt skiptið að horfa í kringum sig að þegar hann leit aftur á veginn þá sá hann 3 akreinar og vissi ekki á hvaða akrein hann átti að vera, við nánari athugun þá voru þær bara tvær, hann var keyra upp á gangstéttinni en  fattaði það ekki fyrr en Rannveig benti honum á það. Taka skal fram að aðeins var ekið á 10 km hraða. Fyrir utan smá rúnti og afslöppun þá var ákvað að nota daginn til að þvo þvott. Það er alveg æðislegt að vera hérna, svolítið öðruvísi en síðast þegar við komu til Svíþjóðar, þá var ætlast til þess að við mundum deila herbergi með mörgum, og þeir sem þekkja þá sögu vita að við létum ekki bjóða okkur það, gengum út og fengum gistingu á hóteli. Núna er við á farfuglaheimili sem buðu okkur sér hús. Það er mjög rúmgott og allt sér, eldhús og snyrtiaðstaða, en venjulega á farfuglaheimilum er sameiginlegt eldhús og snyrtiaðstaða. Þegar við fórum að skoða bæklinga hér í dag þá komust við að því að þetta hús heitir Gullgrafahús, þetta hús var byggt árið 1984 en er byggt eins og gullgrafararnir byggðu hér áður fyrr. Og í einu bæklingnum er boðið þetta hús á leigu sem rómatískar helgar. Þá er ýmislegt dekur innifalið í verðinu. Við pöntuðum ekkert svoleiðis enda dekstrum við hvort annað vel. En það er semsagt annaðhvort ökkla eða eyra hér í Svíþjóð. Reynt að troða manni inn á annað fólk eða boðið upp á allt sér. Kannski eru svíjar að bæta okkur upp ómeðvitað veruna síðast þegar við komum.


Gekås!

Þá er komið að því, í dag förum við að versla, ætlum að fara í (samkvæmt lýsing) stærst vöruhús í norður Evrópu Happy.

Dagurinn er tekinn frekar snemma og lagt af stað kl hálf átta því að þetta er yfir tveggja tíma keyrsla, reyndar nær þremur tímum, ferðin uppeftir gekk bara vel, við stoppuðum einu sinni til að fá okkur kaffi og brauð sem Rannveig smurði áður en við lögðum í hann, þegar að í vöruhúsið kom var það jú stórt það var ekki spurning, en samt var bara nokkuð gott að vinna sig í gegnum það ef svo má orða það, við gátum fatað okkur upp fyrir næsta árið eða þannig hehe, en við höfum haft þann háttinn á undanfarin á að nota utanlandsferðirnar okkar til að kaupa föt og svoleiðis sem maður kaupir svona til lengri tíma.

Uppúr miðjum degi vorum við tilbúin að halda til baka og gekk þá vel og heim komum við um átta leitið og vorum mjög sátt við daginn, það er að segja það sem liðið var af honum, því að þegar heim kom hófst orrusta við flugur J, en það er búið að vera 30 stiga hiti í dag og þegar að fór að kólna fóru flugurnar af stað og það nóg af þeim hehe, við erum eins og nafnið ber með sér (Långasjö) rétt hjá vatni og því er hér nóg af allskonar flugum, en þó aðallega rikmý eins og við þekkjum við Íslensk vötn og hefur því þótt ég einstaklega gómsætur, náttúrulega alltaf sætur en svona gómsætur æææi veit ekki kannski alvegeins gott að vera laus við það ha hehehe.

Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag, kem þessu vonandi inn á netið á morgun, hef átt í smá veseni að komast á netið hér.


Långasjö.

Góður dagur í dag, rann upp með sól og logni, við tókum daginn rólega fengum okkur morgunmat og dunduðum okkur fram undir hálf ellefu, en þá lögðum við í hann og ætluðum bara að fara stutt í þorp sem heitir Emmaboda, en enduðum í Växjö sem er svona 40 mínútum lengra en ætlað var og veltumst þar um aðeins og skoðuðum í eina verslunarmiðstöð og héldum síðan heim aftur.

Fengum okkur blund síðdegis og síðan fórum við í góðan göngutúr niður að vatninu og síðan meðfram því nokkurn spöl og síðan heim aftur, eins og ég sagði í upphafi búinn að vera góður dagur, á morgun er áætlað að fara í stærsta markað í norður Evrópu, eða svo segir Svíinn í það minnsta Undecided.

Læt þetta duga að sinni, er í smá vandræðum með að komast á netið, því við erum útí sveit og ekki tenging á næsta horni hahaha.


Góðan daginn Sverge.

Jæja þá er komið að Svíum að hýsa okkur næstu vikuna eða svo, vöknuðum snemma nokkuð vel hvíld og tókum saman eftir morgunmat og héldum útá sænskar hraðbrautir, ferðinni heitið í smálöndin þar sem við ætlum að vera í 6 nætur.

Ferðin gekk bara vel þó að vinkona okkar í GPS inu hafi verið frekar hljóðlát áfram, komum milli 12 og 1 í Langasjö, en það er nafnið á staðnum sem við verðum á, erum hér á farfuglaheimilli og fengum bara svítu sko hehe.

Fórum síðan á rúntinn að kaupa í matinn og enduðum niður í Karlskrúna sem er 47 km héðan (kannski í lengri kantinum Smile) en það var bara gaman að skoða aðeins, á heimleiðinni villtumst við aðeins því að vinkona okkar neitaði bara alveg að tala við okkur fyrr en hún sagði „komin á áfangastað", ja það er alaveganna ekki henni að þakka Cool.

Áttum síðan rólegt kvöld hér í slotinu og fórum sátt að sofa.


Norðurlandabúar i vanda.

Nú liggja Danir í því, ég lagði nefnilega af stað í morgun (21.07) kl 03:27 frá heimili mínu á Akranesi áleiðis til Danmerkur ásamt Rannveigu konu minni J, það var haldið sem leið lá til Keflavíkurflugvallar og stigið um borð í Flugvél Iceland Express kl 07:00 og farið í loftið 20 mínútum síðar.

Við lentum á Billund flugvelli kl 12:15 að staðartíma, við drifum okkur að sækja bílaleigubílinn hjá Hertz og drífa okkur svo af stað, gleymdi að geta þess að með í ferð í nýleg vinkona okkar sem heldur til í forláta GPS tæki og er hún Enskumælandi og öllu að jöfnu talar hún frekar mikið þegar við erum heima og þá oft óþarfa athugasemdir að því mér finnst Blush, en hvað um það nú þegar við vorum komin í Danaveldi við hún bara ekki segja neitt að heitið gat og það litla sem hún sagði var þá helst (í lauslegri þýðingu) „síðasta gervihnattar staða", maður tók þessu nú bara létt til að byrja með og nái fyrsta áfangastað enda vara hann bara rétt hjá Billund, en síðan átti að keyra í neinum hveli yfir til Svíþjóðar í náttstað og það fór nú aðeins að rjúka úr mínum þegar hún hélt áfram að þegja og segja sem minnst, en yfir Eirarsund komumst við nú einhvern veginn og upp til Lundar, en þar sofum við í nótt á farfuglaheimili sem er örlítið skondið, því að það er til húsa í gömlum járnbrautar vögnum, en það er bara ljómandi huggulegt en svolítið þröngt um mann Grin.

En samsagt gekk ferðin bara vel og vel þreytt fórum við snemma að sofa góða nótt.


Írskir dagar hér á Akranesi.

 

Það eru Írskir dagar hér á Akranesi um helgina með tilheyrandi húllumhæi Grin, við hjónin höfum nú svo sem ekki verið á neinu flippi fyrir það því Rannveig er að vinna og það svona í meirikantinum því það er nóg um að vera hjá henni í vinnunni, hún er staðgengill forstöðukonunnar.

En aftur að Írskum dögum, við fórum í gærkvöldi að horfa á Írska og Skoska dansa, það voru börn sem sýndu og voru þetta svona dansar sem voru dansaðir við samkomur heldrafólksins um og fyrir 1800, það var gaman að sjá þetta en kannski hægt að standa lengi og horfa því að fyrir mann eins og mig vara þetta nú allt svona svipað á að sjá Tounge.

Síðan fórum við með hinum unglingunum og hlustuðum á Jónsa í svörtum fötum, ja það er að segja Jónsi var ekki í svörtum fötum (á mynd því til staðfestingar)Írskir hahaha, aftur á móti var hann með hljómsveitina sína með sér sem heitir Í SVÖRTUM FÖTUM eins og allir vita, það er alltaf gaman að Jónsa og félögum og líkaði okkur vel, síðan steig á svið sjálfur Björn Jörundur og að sjálfsögðu Ný Dönsk með honum, jú jú ljómandi flutti lög sem maður hefur verið að raula í langan tíma sum hver í það minnsta.

Vorum komin heim fyrir miðnætti enda við bæði alveg laus við að þurfa að innbyrða alkóhól við svona tækifæri eða yfirleitt þannig að þegar þessu var lokið fórum við samsagt heim að sofa, veit ekki hvort ég nenni eitthvað að verða á rápi í dag Rannveig fór í vinnuna fyrir hálf tólf og kemur ekki heim fyrr en eftir hálf tólf í kvöld, það kemur sjálfsagt bara í ljós.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband