Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
mán. 30.6.2008
Sumarbústaðarferð.
Það er föstudagurinn 27 Júlí og við erum að fara í sumarbústað, þetta var ákveðið með stuttum fyrirvara, eða á síðasta Mánudag, Rannveig gat fengið bústað hjá SFR og það var ákveðið að kela sér yfir helgina og gera einskonar fjölskylduferð, það er við Rannveig, Tengdamamma, Biggi og Elsa.
Komum hér um kl 16:00, það er að segja við og Tengdamamma, það var byrjað að koma sér fyrir bera inn matinn og föt raða í ísskápinn og svoleiðis, síðan var slagað á fram á kvöldmat, Biggi kom ekki fyrr en eftir matinn og svo var farið að fást við heitapottinn, það reyndist vera opið fyrir hann og síðan tekur 3 tíma að láta renna í hann og svo þegar loksins var komið í hann nóg vatn reyndist hann hálfkaldur eða 34-5 gráður sem er nú svolítið kalt ekki satt?
Við vorum hér fram á Mánudag og áttum góða helgi þótt það væri svolítill strekkingur og frekar kalt, það komu fullt af gestum sem þáðu kaffi og með því eins og sagt var í sveitinni í gamladaga hahaha, ætla að setja inn eitthvað af myndum hérna líka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 26.6.2008
Upphitun.
Annars er það bara þannig að mér finnst ekki að ég hafi mikið um að skrifa í þeim dúr sem ég hef lagt upp með, það eru þvílíkar hamfarir í þjóðmálaumræðunni og þá með þeim nótum að hún er bara neikvæð og ég nenni ekki að fara inní það meira en nauðsinkrefur, mér finnst að þó að gengið lækki (sem reyndar er ekki gott fyrir fólk sem ætlar að fara til útlanda ) og olían hækki þá hljóti að vera hægt að fjalla um jákvæða hluti í þjóðfélaginu og segja frá því góða sem gerist á hverjum degi, það mætti freistast til þess að álykta á þann veg að það gæti þá kannski hjálpað fólki að takast á við allt hitt sem er í gangi ekki satt.
Því að það er svo mín skoðun að þegar upp er staðið er það oftast við sjálf sem ráðum því hvernig okkur reiðir af í ólgusjó lífsins, þó að ég viti það mæta vel að á því eru undantekningar þar sem áhrif óviðráðanlegra hluta ráða meiru en fólk sjálft fær ráðið við.
Með baráttukveðjum gengið upp olían niður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu