Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Blessaður þorskurinn framhald.

 

Ég er búinn að vera að ræða um veiðiheimildir og þó aðallega lífríkið í hafinu hér fyrir neðan og ætla að bæta nokkrum orðum þar við.

Það hefur aldrei talist gott í mínum huga að þusa bara um hlutina og hafa síðan ekkert til að benda á í staðin.

Mér finnst til dæmis núna þegar skorið er niður með þeim hætti sem gert var að þá eigi sá niðurskurður ekki að vera flatur niðurskurður á allan flotann, þegar ég segi þetta er ég ekki að hugsa um að láta byggðir hafa mis mikið eftir útreiknuðum skaða þeirra og mikilvægi þorskveiða þær, heldur er ég að hugsa um að skerðing yrði meiri á þau skip sem eru stór og þannig sannarlega hafa slæm áhrif á lífríki sjávar, þeir sem eru að veiða með línu og öðrum vistvænum hætti fái meira úr þessum heimildum.

Það eru ekki aðeins vistvæn rök fyrir þessari hugmynd heldur eru líka atvinnuleg rök fyrir henni, því að þau skip sem aðallega stunda þessar veiðar koma með aflann til vinnslu í landi og skapa þannig aukið atvinnuöryggi hringinn í kringum landið.

En mergurinn málsins er sá að við verðum að hætta að ganga um auðlindir okkar með það hugarfar að hugsa aðeins um það sem við erum að nýta sjálf og þannig láta okkur standa á sama um hvernig lífríkið lítur út þegar við höfum tekið allt sem við getum nýtt, það er ekki sæmandi þjóð sem segist vera vistvæn, sem notar þau rök til að sökkva stórum landsvæðum undir vatn að það sé til að búa til vistvæna orku, það er ekki sæmandi slíkri þjóð loka síðan augunum fyrir því hvernig gengið er um hafsbotninn, hann er land líka síðast þegar ég vissi í það minnsta.

Læt þetta duga um þetta efni að sinni.


Blessaður þorskurinn.

 

Það er búinn að vera mikil umræða um aflaheimildir og allt sem fylgir veiðiráðgjöf hafró að undanförnu.

Þegar ég hef verið að hlusta á þetta allt finnst mér umræðan alltaf vera útfrá einu sjónarhorni, það er við veiðum of mikið eða ekki.

Þegar ég horfi á þessa hluti finnst mér að það gleymist alltaf hvað annað er að hafa áhrif lífríkið í sjónum.

Við getum byrjað á að nefna hvaða áhrif öll þessi stóru troll hafa á botninn og lífríkið þar, eða heldur fólk að það myndi ekki hafa alvarleg áhrif hér á þurrlendinu ef að eitthvað sambærilegt væri dregið fram og til baka yfir stóran hluta af landinu og allur gróður mundi hverfa, ekki bara skógur heldur líka gras og hólar og hæðir yrðu smásaman jöfnuð út.

Í mínum huga er ekki nokkur spurning um það, að sífellt stærri troll eru búin að umbreyta hafsbotninum á stórum svæðum og að ÞAÐ hlýtur að hafa áhrif á allt annað á þessum svæðum, vegna þess að þarna er verið að raska lífkeðjunni og þegar eitthvað hverfur úr þessari keðju þá hefur það áhrif alla leið, hvort heldur það er í þorskstofns stærð eða í viðkomu á síli eða yfir höfuð hverju sem er, en við mennirnir erum bara þannig gerir að við höldum að vitum allt og getum síðan gert það sem við viljum EINS og við viljum gera það, en staðreyndin er bara sú að allstaðar þar sem maður fer að ákveða í sínum geðþótta hvað er „rétt" í náttúrunni og hvernig eigi að nýta hana best, ja þar verður eftir EIÐI MÖRK spurnin er bara hvað það tekur langan tíma.

Framhald í næsta þætti.


Ferðalögum lokið.

 

Jæja þá er maður kominn heim þetta árið og ferðalögum lokið Grin, þá getur maður tekið til við að horfa í kringum sig á ný.

Við fórum með tjaldvagninn austur á Hellu um seinustu helgi og tókum með okkur tvö af barnabörnunum og áttum þar góðan tíma, nutum þess að vera með börnin og slaka örlítið á.

Síðan reyndist þetta líka hin besta ákvörðun þar sem Írskir dagar voru haldnir hér á Skaganum með tilheyrandi uppákomum  sem verða að teljast misjákvæðir í heild sinni, síðan er við Skagamenn að takast á við afleiðingar af seinasta deildarleik ÍA og virðist það teygja sig langt út fyrir bæjarmörk þessara tveggja bæja, því að austur á Hellu hitti ég foreldra barna sem okkar barnabörn voru að leika sér við og eitthvað hefur hann verið búin að komast að því að við búum á Skaganum, því að þegar ég kem til að sækja þau í mat spyr hann eruð þið af Skaganum? Já svar ég, ja nú er ýlt efni við erum nefnilega Keflavík! En reyndar hlógum við báðir á eftir Smile.

Látum þetta duga að sinni, en meira fljótlega og þá um menn og málefni. Police


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband