Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
fös. 29.6.2007
Íslenskar myndir.
Jæja þá er maður nú kominn heim fyrir framan tölvuna eins og svo oft og nú á að setja inn myndir sem voru teknar á hringferð um landið eða þannig.
Svo er nú vonandi að maður fari að hafa skoðun á einhverju til að skrifa um .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 20.6.2007
Kárahnjúkar.
Jæja þá er maður búinn að líta þann merka stað Kárahnjúka augum, en það gerðist 19 Júní og það gerðist meira að segja á örlítið sérstakan hátt sko.
Þannig var það að við ókum eins og leið lá frá Hallormsstað upp að Kárahnjúkum og þegar þangað kom fór ég að litast um og fannst einhvern vegin ekki auðvelt að átta mig á hvert ætti að fara þannig að ég ók svona sem leið lá í átt að þessari frægu stíflu og þar sem enginn stoppaði mig hélt ég áfram í gegnum svæðið og yfir stífluna og áfram þar til vegurinn fór undir vatnið í Hálslóni, það sem ég var að gera mig kláran til að taka mynd af þessum merka stað kom það að maður á bíl merktum Landsvirkjun sko óóó hvað hafði ég nú gert? hann renndi niður rúðunni og spyr ert þú að vinna hér? nei svaraði ég, nú og hvernig komstu hingað, ókstu yfir stífluna? já svaraði ég, veistu ekki að þetta er lokað vinnusvæði, sástu ekki skiltið sem segir það? ja er ekki viss, sá bara skilti sem sagði að það ætti að víkja fyrir vinnuvélum, og keyrðirðu yfir stífluna? já, þetta er lokað vinnusvæði endurtók hann og stíflan lokuð fyrir umferð, ertu þá að sega að ég komist ekki til baka? (var nú farið að fara um suma því hin leiðin til Egilsstaða var býsna löng ef hún var fær) en það fæddist bros því hann svaraði, komdu ég fylgi þér til baka, þannig keyrði ég í sérstakri fylgd til baka svona eins og fyrirmenn gera hahaha.
Eftir þetta ævintýri héldum við aftur til baka sem leið lá og tókum hægri beygju er niður í Fljótsdal kom og skoðuðum Skriðuklaustur og fannst okkur mikið til koma að sjá Danskan herragarð austur á fjörðum, síðan var haldið heim í tjaldvagninn á ný og skemmtilegur dagur að kveldi komin.
Með sólarkveðu að austan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 18.6.2007
18 Júní.
Jæja góðan dag! Fyrst er að greina frá því að pistillin hér á undan sem átti að fara inn í gær (17 Júní) komst ekki til netheima vegna þess að netkaffið sem ég nota var lokað þegar mér þóknaðist að heimsækja það hahaha.
En í gær var haldið til Seiðisfjarðar og átti bara að grípa þjóhátíðarstemminguna á hverjum stað fyrir sig, það var gaman að koma til Seiðisfjarðar sjá það sem þar er, en ekki varð maður nú var við neina sérstaka stemmingu þar svona umfram það sem búist var við og eðlilegt telst.
Það var haldið til Bogarfjarðar Eystri og litast um það, við fórum í Álfastein (það er að segja fyrirtækið) og fengum okkur kaffi og með því, á leiðinni þangað og til baka rifjaðist upp fyrir oss gamla góða vegakerfið okkar , eins og sagt er það er holt að hafa það gróft.
Þegar við komum til baka heim á okkar mjög svo góða tjaldheimilli var þjóðhátíðargrill og síðan var haldið út á Egilsstaði til að leita að gleðskap í tilefni dagsins, en það sem við fundum var bein útsending frá leik Íslands og Serbíu í handbolta, sem reyndar var gaman að horfa á ÁFRAM ÍSLAND.
Síðan var farið að undirbúa nóttina tekin nokkur spila til að loka deginum.
Með kveðju að austan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 18.6.2007
Þjóðhátíðardagur.
Þá er runnin upp 17 Júní og ekki veit ég hvort það er bara eitthvert lögmál að ekki skuli vera sól á þessum degi eða hvað það er, en við vöknuðum í skýjuðu veðri og örlitlum vindi hér í Hallormsstaðarskógi J.
Í gær hinsvegar vorum við hér í yndislegu veðri hitinn svona 17 - 20 stig og frábært veður.
Við lögðum frekar snemma af stað og héldum til Reyðarfjarðar og litum þar nýjustu stórframkvæmd íslandssögunnar það er nú með það eins og svo margt að það væri hægt að skrifa heila ritgerð um þá framkvæmd, bæði með og á móti, en ég læt mér nægja að segja að ekki fannst mér nú útsýnið verða fegurra fyrir vikið er ég ók þar framhjá, en annars mjög fallegt í Reyðarfirði í logni og sól.
Síðan var ekið sem leið lá til Eskifjarðar og svipast þar um, ekkert álver þar , síðan var lagt á oddskarð og ekki finnst mér það nú vera nein lágheiði sko , en þar sem ég var nú kenndur Alþýðubandalagið sáluga þá varð ég nú að fara og heimsækja mekka vinstrimanna á Íslandi, gat bara ekki látið það ógert og þegar til Neskaupstaðar kom blasti við fallegur bær að mínu mati, að vísu liggur bærinn undir háum fjöllum en í því felst líka fegurð, við keyrðum um bæinn sem virtist snyrtilegur og fundum þar mjög snyrtilega sundlaug sem við heimsóttum sérstaklega og nutum þess að liggja þar í pottunum í sólarblíðunni.
Á bakaleiðinni stoppuðum við á Eskifirði og fengum okkur nesti sem frú Rannveig hafði smurt um morguninn og ég komst að því að maður gerir alltof lítið af þessum gamla sið að taka með sér nesti J ummm.
Síðan var haldið til baka í Hallormsstað, undirritaður reyndi að bæta útlit sitt með að fá sér fegrunarblund og veit svosem ekkert um hvort það hefur virkað eitthvað, en vonar það besta , um kvöldið var svo grillað að sjálfsögðu og síðan spilað rommý og þrátt fyrir að undirritaður ætti frábæra byrjun varð hann að sætta sig við tap eða þannig .
Með þjóðhátíðarkveðum frá Hallormsstðarskógi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 16.6.2007
Hallormsstaður.
Góðan daginn! Nú er kl 07:45 að staðartíma í Hallormsstaðarskógi og við búin að vera á ferð um Ísland frá því á Sunnudag, með tjaldvagninn okkar í eftirdragi, það er verið að vígja hann sko, við erum búin að fá frábært veður allan tímann aðeins smá hitaskúr hér í gærkvöldi, hins vegar höfum við komist að því að kannski er betra að fara fyrst í útilegu á íslandi og síðan í sólarlandaferð til Spánar , svona vegna hitamunar eða þannig.
Við byrjuðum á að fara á Sauðarkrók til pabba og vorum þar í tvær nætur, síðan keyrðum við í Kjarnaskóg við Akureyri og vorum þar í aðrar tvær nætur, þar í grennd er jólahúsið og skoðuðum við það að sjálfsögðu , það er voða gaman að koma svona í heim jólanna í 10 mínútur um miðjan Júní .
Síðan var nú nokkrum tíma varið í heitapottunum svona til að vega upp hitamuninn frá í síðustu viku , því þessar fyrstu 4 nætur voru svolítið kaldar bæði á meðan verið er að jafna út hitamuninn frá Spáni og svo var bara frekar kalt á nóttunni, á fimmtudaginn var tekið upp og fyrirhugað að halda hingað austur, en vegna þess að við töfðumst á Akureyri þá fórum við nú bara í Vaglaskó og vorum þar yfir nóttina, sváfum alveg rosa vel við undirleik frá ánni, komum síðan hingað um miðjan dag í gær og áttum hér góða nótt, hér er meiningin að vera í nokkrar nætur við sjáum til hvernig það verður.
Með sólarkveðjum að austan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 10.6.2007
Myndir.
Jæja þá eru komið meira af myndum inn frá Spáni ef einhver hefur áhuga á að skoða þær.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 9.6.2007
Heima.
Jæja þá er maður kominn heim og lífið er svona að taka á sig fasta mynd á ný, þótt að næsta ferð ekki langt undan því að á morgun er ráðgert að leggja upp með tjaldvagninn og ferðast um sitt eigið land, það verður alveg örugglega ekki minna gaman en ferðin til Spánar og maður er farin að hlakka til.
Ég hélt að við hefðum tekið sólina með okkur heim frá Spáni, en svo er bara súld og þoka svo að maður verður að kyngja því að ekki hefur maður nú svo mikil völd að breyta veðrinu.
Jæja látum þetta duga, kannski maður geti sett hér inn af og til smá ferðasögu af og til næstu daga.
Með sól í hjarta kveðjur frá Akranesi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 9.6.2007
Dagur 14.
Góðan daginn Ísland! Jæja þá erum við nú komin heim, við lentum á Keflavíkurflugvelli kl 01:30 að staðartíma og vorum komin heim á Skagan kl 04:00 að staðartíma .
Gærdagurinn var góður eins og reyndar allir þessir 14 dagar, við byrjuðum á tæma húsið kl 09:00 og fórum síðan og keyptum okkur morgunmat og ég seti inná netið, síðan var haldið til Alicanti og stemmt á að skoða gamalt virki, elsti hluti þess frá 1509 eða þar um kring en yngsti hluti þess sennilega frá sautján til átján hundruð, það er uppá fjalli sem er inní miðri borginni, við gátum keyrt að neðsta hluta þess en urðum síðan að labba upp efsta hluta fjallsina og var það bratt, en upp fóru allir J og maður gat skilið hvernig þeir sem réðu svona virki gátu stjórnað umhverfi sínu og í þessu tilfelli sjálfsagt líka siglingum á Miðjarðarhafi, því að útsýnið var geysilega mikið.
Eftir virkið fórum við og fundnum verslunarmiðstöð ekki til að versla heldur til að fá kælt umhverfi og síðan að fá okkur góða máltíð áður en við færum á flugvöllinn, en þangað vorum við svo komin kl 18:30 eins og áætlað var og það fyrsta sem við komumst að var að búið væri að seinka fluginu okkar eina klukkustund og tíu mínútur , þegar búið var að skila bílnum tók því við bið og aðeins meiri bið, loksins var svo hægt að innrita sig og undirritaður ætlaði síðan að finna sér nettengingu og klára að setja myndir hér inn, en þá er því þannig háttað á flugvellinum í Alicanti að þeir einu sem fá slíkan lúsugs eru þeir sem ferðast á bissnis class svo ekki gekk það nú upp þá var fengin örlítil næring og síðan var farið að leita að reyksvæði og þá tók nú ekki betra við sko maður verður bara að fara ÚT ef maður ætlar að reykja og svo í gegnum öryggisskoðun aftur kommon sko, jæja nóg um það ég fór bara út og inn aftur lét mig hafa það, síðan var haldið um borð í vélina og í loftið flugið gekk vel og við lentum kl 01:30 eins og fyrr sagði, og svona í lokin a ferðinni þá vorum við náttúrulega tekin útúr í skoðun í tollinum en það var nú í lægi því við höfðum ekkert ólöglegt meðferðis .
Þá er þessari sögu lokið og upphefst einhver ný saga vonandi annars væri lítill tilgangur með öllu saman, ekki satt?
Vona að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki mínu.
Með sólarkveðju frá Íslandi að þessu sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.6.2007
Dagur 13.
Ja hérna þá er nú runnin upp seinasti dagurinn sem við getum bara skemmt okkur, því að á morgun förum við heim, en það er nú svo að maður hlakkar alltaf til að koma heim.
Í dag var farið í vatnsrennibrautargarð og allir skemmtu sér konunglega við að renna sér í misstórum rennibrautum og þess á milli var slappað af og sólin sleikt og það næstum í orðins fyllstu því að sumir voru ansi rauðir eftir daginn.
Í dag nær Eyjólfur þeim áfanga að verða 18 ára og af því tilefni buðum við honum í garðinn og síðan út að borða í kvöld, allt var þetta hin besta skemmtun og frábær dagur í heild sinni.
Nú er dagur að kvöldi kominn og við að undirbúa að fara úr íbúðinni kl 9 í fyrramálið eða svona nálagt því, klukkan að verða 12 á miðnætti þegar ég skrifa þetta og ætla ég að koma mér í háttinn og loka með því þessum frábæra degi og hvílast vel fyrir langan dag á morgunn.
Með sólarkveðjum frá Spáni og nú verða sögulok í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.6.2007
Dagur 12.
Rólegur dagur í dag, við byrjuðum á að fara á netkaffið og setja inná netið og síðan var farið niður í bæ, byrjað á að fá sér hádegissnarl og síðan rölt með ströndinni og bara slakað á og skoðað það sem fyrir augun bar, síðan fórum við og fengum okkur ís í einhverri frægri ísbúð.
Að því lokkun var haldið í síðasta búðarleiðangurinn og undirritaður keypti á buxur, að því loknu fórum við og fengum okkur að borða á Íslendingabar sem síðan reyndist ekki lengur vera Íslendingabar heldur voru það Bretar sem þar stjórnuðu, hvað um það við fengum góðan mat.
Þegar heim kom var spilaður kani í smástund fyrir svefninn, og nú var liðinn næst síðasti dagurinn hér ef frá er talinn heimferðardagurinn.
Nóg að sinni með sólarkveðjum frá Spáni og enn er framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu