Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Þreytandi!

  

Nú að loknum landsfundi Sjálfstæðisflokksins finnst mér þreytandi að fólk skuli geta komist upp með að segja hluta sannleikans án þess að hvorki fjölmiðlar né aðrir reyni að leiðrétta eða segja það sem uppá vantar til þess að allur sannleikurinn heyrist.

Þegar ég hef orð á þessu er ég að tala um árangur ríkisstjórnarinnar, því að vísu er það satt og þess vegna hluti sannleikans að þér hefur orðið kaupmáttaraukning og það nokkuð mikil hjá hluta fólks, en ég tel að þessi kaupmáttaraukning hafi orðið hjá svona 10 - 20 % þjóðarinnar og að kannski önnur 10 % geti sagt að hún hafi það gott, EN síðan eru þá um 70 % eftir sem hefur ekki orðið vör við alla þessa kaupmáttaraukningu, hvers vegna?  Það er ósköp einfalt, allar kjarabætur hvort sem það eru kauphækkanir, skattalækkanir eða annað miðast við prósentu hlutfall, og þegar fólk er með laun sem eru á bilinu 80 - 190 þúsund þá eru allar kjarabætur dagsins í dag farnar útum verbólgu og vaxta gluggann áður en þær komast í vasa þeirra sem þær eiga að fá.

Það er ekki nein ný sannindi að stjórnvöld tala ekki máli og sjá ekki það sem snýr að hinum almenna borgara, það er eins og við búum við aðalskerfi miðalda hvað þetta varðar, ef laun þín eru fyrir neðan ákveðin mörk þá koma þau stjórnvöldum ekki við, þá tilheyrir fólk bara þeim fátæku og fær ekki aðgang að sölum eða kræsingum hinna ríku.

Þegar maður upplifir þetta á þennan hátt finnst manni það tilgangslaust að vera að tjá sig á annað borð, það skipti hvort að er ekki máli, EN það var á þeirri skoðun sem aðallinn ríkti á miðöldum og ef ég get gert eitthvað til þess að aðallinn ríki ekki yfir oss þá geri ég það og held áfram að tuða Cool.


Lýðræði, hvað kostar það?

 

Mér finnst á stundum að þessi spurning sé áleitin þegar maður hlustar á stjórnmálamenn í dag, því að þeir eru að leifa sér að láta að því liggja að við kjósendur höfum ekki á því vit hvað hlutirnir kosta og um leið að þjóðarbúið megi ekki við því að vilji okkar kjósenda nái fram að ganga, en þá vill ég spyrja, hverjir hafa ekki efni á, eða hvaða þjóðarbú hefur ekki efni á?

Vegna þess að þegar horft er á þennan málflutning finnst mér skína í gegn að það eru þeir sem nú þegar eiga meiri peninga en þeir geta nokkru sinni notað sem eru að tapa á lýðræðinu en ekki við sem hvort sem er eigum enga peninga, og þá sé kannski jafnvel hætta á því að við gætum eignast peninga, sem væri kannski verst af öllu.

Þetta er nú kannski svolítið harkalega sagt, en það fer bara óendanlega í taugarnar á mér þegar þessir menn sem eru að biðja okkur um að kjósa sig á Alþingi koma á sama tíma og segja að ég geti ekki haft vit á þessu eða hinu til að kjósa um það og segja hvort ég vilji það eða ekki, hvernig á ég þá að hafa vit á því hvort hinn eða þessi er hæfur til að setjast á Alþingi,ég sé ekkert nema þversagnir í þessu öllu og sennilega best að fara að skrifa um eitthvað annað en stjórnmál og kosningar, leifa þessu bara að fara sinn veg enda varla fær um annað miðað við það sem ég sagði hér fyrr.Smile


Lýðræði eða hvað?

 

Jæja þá eru Hafnfirðingar búnir að kjósa um álverið og feldu deiliskipulagið.

En nú bregður svo við að fletir ráðamenn snúast öfugir við útkomunni og lítur það þannig út, að lýðræðið er gott ef útkoman er „rétt", mér finnst það algerlega óþolandi hroki af ráðamönnum að þeir skuli koma fram opinberlega og velta því fyrir sér hvort eigi að nema kosninguna úr gildi, að mínu mati vill nú svo til að þeir hafa ekkert um það að segja, mér sýnist að þeir hljóti að hafa gleymt hvert þeir sækja umboð sitt „völd".

En þetta skýrir kannski hvers vegna stjórnmála menn (og þá sérstaklega Sjálfstæðismenn og Framsókn) eru svona á móti þjóðaratkvæðagreiðslum, menn virðast vera ornir svo sjálfhverfir að þeir eru samfærðir um að enginn getir skilið eða ákveðið nema þeir, þeir vigra sér ekki við að halda því fram að fólkið sem kýs þá hafi ekki vit á hlutunum, hvað kemur þá næst, kannski að fólk hafi ekki vit á að kjósa „rétt", ja hver veit, mér finnst að menn sem láta svona ættu að taka sér frí frá pólitískum störfum uns þeir skilja hlutverk sitt, sem að mínu mati er að framkvæma vilja kjósenda, þar með talið vilja Hafnfirðinga til að hafna álveri.    


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband