mán. 29.9.2008
Kærleiksdagar.
Við hjónin vorum í Skálholti yfir helgina en þar voru kærleiksdagar, við áttum þar yndislegan tíma með fólki sem hefur helgað sig að vinna með kærleikanum á marga ólíkavegu, en hefur það sameiginlega markmið að sjá það góða og jákvæða í hlutunum og nálgast þá út frá því.
Svo kemur maður heim úr ja ég vill segja vernduðu umhverfi og manni mætir þrasið í samfélaginu og maður spyr, hvað þarf að gera svo að ráðamenn þjóðarinnar hætti að kenna hverjir öðrum um það sem ekki er gert og sameinist um að finna berstu lausnina á hverjum vanda ?
Sjálfsagt stór spurning sem ekkert svar er til við, en mér finnst stundum þegar maður er búinn að hlusta á þrasið vikum og jafnvel mánuðum saman um sömu hlutina og ekkert er gert annað en að skammast og hall yrða hver öðrum að það hljóti að vera til gáfulegri stjórnhættir en þetta, mér finnst að á fjögurra ára fresti þegar að gengið er til kosninga þá eigi menn og flokkar að takast á, síðan fáum við sigurvegara og þá finnst mér að allir eigi að sameinast um að finna lausn á þeim vanda sem steðjar að hverju sinn og um leið sleppa að rífast um hugmyndafræði á meðan, vegna þess að það er jú mynduð ríkisstjórn að loknum kosningum og þá hlýtur það að vera sameiginleg skilda þingmanna að stjórna landinu með hagsmuni þess að leiðarljósi en ekki flokkana eða sinna eigin.
Ég veit það, það er ljúft að láta sig dreyma, en það getur þó ekki talist eðlilegt að heilli þjóð sé fórnað á altari stjórnmálaflokka og hugmyndafræði, þessir menn hljóta að hafa einhverjar skyldur við þjóð sína hafandi gefið kost á sér í þessa stöðu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu