fim. 7.8.2008
Samantekt frá Norefjell.
Jæja það er búið að vera frábært hér í Noregi þessa daga, reyndar er ég búinn að vera með kvef og bara hálf lasinn, en það er allt að lagast og sólin að fara að skína aftur eftir rigningarhelgi. Fyrstu dagana var mikill hiti en á kvöldin þá voru þrumur og eldingar það voru svona sérstök upplifun. Stundum stóð manni ekki alveg sama en það var mjög gaman og flott að sjá þetta. Um helgina minkaði hitinn og var meira og minna rigning en við létum það ekkert eyðileggja fyrir okkur.
Við erum búin að vera að skoða hér í kring það sem okkur finnst áhugavert eins og t.d gufulest , ævintýrahús og síðan fórum við í sund sem var svona alveg sértök, það var með stórum rennibrautum, öldugangur í sundlauginni og stórum stökkbrettum svo eitthvað sé talið. Aðrir hér fóru líka í tívolí og dýragarð en við gömlu hjónin höfðum ekki mikil áhuga á því. Þá daga sem ekkert var farið og á kvöldin var spjallað, rifjað upp liðna tíð og hlegið mjög mikið. Tekið voru í spil, bæði venjuleg spil, mattardor, borðtennis, og sumir prjónuðu. Frúin fékk fína klippingu og litun, var mjög sæt á eftir, sæt var hún fyrir.
Síðan er náttúrulega búin að standa hér tvöföld fimmtugsafmælisveisla, sem var alveg frábær, enda ekki furða það sem það voru frábærir veisluhaldarar sem voru búinn að undirbúa hana mjög vel. Það var margréttað matarborð, eftirréttir og bjór, vín og gos eins og hver og einn gat í sig látið. Haldið voru afmælisræður, sungið, dansað og farið í leiki. Einnig var kveiktur var varðeldur og grillað var sykurpúðar og fleira góðgæti. Allir skemmtu sér konunglega fram að rauða nótt.
Ég hef ekki getað sett inn myndir að undanförnu vegna lélegrar nettengingar í þau skipti sem ég hef komist á netið, en ég set inn myndir um leið og ég get .
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.