Heja Norge.

Vöknuðum í morgun fyrir sjö og lögðum af stað til Noregs eftir sturtu og morgunmat, veðrið jafn heitt og það er búið að vara undanfarið sem jú bara gott, vinkona okkar virtist hafa hvílst vel því hún var eiturhress og kjaftaði á henni hver tuska Happy, við keyrðum sem leið lá að landamærunum við Noreg en þar var gert stopp í stað sem heitir Svinasund og er svona staður þar sem Norðmenn fara og versla mat og fleira, við skoðuðum okkur aðeins um þarna og eitthvað var nú keypt en ekki mikið þó Whistling.

Eftir að við höfðum fengið okkur hádegissnarl var haldið yfir landamærin til Noregs, þar eru landamæraverðir og finnst manni það svolítið skrítið í dag, því að það er sama hvar maður er að keyra maður sér ekki nokkurn mann við landamæri, en hvað um það bíllinn fyrir framan okkur var tekinn út í tékk og svo bíllinn á eftir okkur en við sluppum W00t, keyrðum síðan upp í Åneby til Herdísar og Jóa, hittum þar fullt af fólki, eftir kvöldmat fórum síðan af stað uppá Norefjell en þar tætlum við að vera næstu 8 dagana með Jóa og Herdísi og fullt af fleira fólki frá Íslandi.

Á leiðinni uppeftir lentum við í þrumum og eldingum og einhverri mestu rigningu sem ég hef séð, ég er vanur að keyra í byl en þetta var held ég verra en blindbylur, rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan og svo var bara varsvegurinn fyrir framan bílinn úuff, en uppeftir komumst við heilu og höldu á þremur bílum.

Síðan fór það sem eftir var kvöldsins í að koma sér fyrir, raða öllum niður í herbergi og svoleiðis  Smileog alla veganna var ég orðin þreyttur þegar ég fór að sofa um hálf eitt, látum þetta duga í dag góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl verið þið,

ég gat skipt vaktinni þannig að þið eruð velkomin í kaffi til mín.

Verðum í bandi.

kv. Kidda.

Kidda (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband