sun. 27.7.2008
Vimmerby.
Í dag var farið til Vimmerby þar sem Astrid Lindgren var fædd en þar er garður sem heitir Astrid Lindgrens värld og er hann um allar þær sögupersónur sem þessi mikli rithöfundur skóp og þá heima sem þær lifðu i, við hittum þarna fyrir Emil, Línu Langsokk, Ronniu ræningjadóttur, bróður minn ljónshjarta og marga fleiri frægar persónur, annars er það þannig að þessi garður er frábær fyrir börn, en kannski ekki eins fyrir svona gamlingja eins og okkur, en það var voða gaman að koma þarna og vissulega fann maður barnið í sjálfum sér .
Annars var dagurinn fínn í heild sinni, 30 stiga hiti og við bara í rólegheitum að dunda okkur í garðinum og á leiðinni fram og til baka, við fundum einhverjar búðir í Vimmerby og gátum meira að segja keypt eitthvað hahaah og svo gátum við líka fundið hamborgara sko, bara nokkuð góða , annars lifum við ekki mikið á svoleiðis mat heldur eldum okkar mat sjálf.
Þetta er orðið gott í dag, á morgun er síðasti dagurinn okkar hér í smálöndunum en á Mánudaginn höldum við áleiðis til Noregs.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.