sun. 27.7.2008
Hvíldar og þvottar dagur.
Í dag var afslöppunar dagur. Enda veitti ekki af þar sem dagurinn í gær var svolítið strembinn og á morgunn á að fara í Astrid Lindgren garðinn. Það er um 3 klukkutíma akstur þangað. Þannig að það þarf að leggja að stað snemma í fyrramálið til að eiga daginn fyrir sér í garðinum. Við fórum samt í morgunn smá rúnt hér í kring að skoða okkur um og aftur í kvöld. Það er rosalega fallegt allstaðar hérna. Finnbogi var svo upptekinn eitt skiptið að horfa í kringum sig að þegar hann leit aftur á veginn þá sá hann 3 akreinar og vissi ekki á hvaða akrein hann átti að vera, við nánari athugun þá voru þær bara tvær, hann var keyra upp á gangstéttinni en fattaði það ekki fyrr en Rannveig benti honum á það. Taka skal fram að aðeins var ekið á 10 km hraða. Fyrir utan smá rúnti og afslöppun þá var ákvað að nota daginn til að þvo þvott. Það er alveg æðislegt að vera hérna, svolítið öðruvísi en síðast þegar við komu til Svíþjóðar, þá var ætlast til þess að við mundum deila herbergi með mörgum, og þeir sem þekkja þá sögu vita að við létum ekki bjóða okkur það, gengum út og fengum gistingu á hóteli. Núna er við á farfuglaheimili sem buðu okkur sér hús. Það er mjög rúmgott og allt sér, eldhús og snyrtiaðstaða, en venjulega á farfuglaheimilum er sameiginlegt eldhús og snyrtiaðstaða. Þegar við fórum að skoða bæklinga hér í dag þá komust við að því að þetta hús heitir Gullgrafahús, þetta hús var byggt árið 1984 en er byggt eins og gullgrafararnir byggðu hér áður fyrr. Og í einu bæklingnum er boðið þetta hús á leigu sem rómatískar helgar. Þá er ýmislegt dekur innifalið í verðinu. Við pöntuðum ekkert svoleiðis enda dekstrum við hvort annað vel. En það er semsagt annaðhvort ökkla eða eyra hér í Svíþjóð. Reynt að troða manni inn á annað fólk eða boðið upp á allt sér. Kannski eru svíjar að bæta okkur upp ómeðvitað veruna síðast þegar við komum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.