Gekås!

Þá er komið að því, í dag förum við að versla, ætlum að fara í (samkvæmt lýsing) stærst vöruhús í norður Evrópu Happy.

Dagurinn er tekinn frekar snemma og lagt af stað kl hálf átta því að þetta er yfir tveggja tíma keyrsla, reyndar nær þremur tímum, ferðin uppeftir gekk bara vel, við stoppuðum einu sinni til að fá okkur kaffi og brauð sem Rannveig smurði áður en við lögðum í hann, þegar að í vöruhúsið kom var það jú stórt það var ekki spurning, en samt var bara nokkuð gott að vinna sig í gegnum það ef svo má orða það, við gátum fatað okkur upp fyrir næsta árið eða þannig hehe, en við höfum haft þann háttinn á undanfarin á að nota utanlandsferðirnar okkar til að kaupa föt og svoleiðis sem maður kaupir svona til lengri tíma.

Uppúr miðjum degi vorum við tilbúin að halda til baka og gekk þá vel og heim komum við um átta leitið og vorum mjög sátt við daginn, það er að segja það sem liðið var af honum, því að þegar heim kom hófst orrusta við flugur J, en það er búið að vera 30 stiga hiti í dag og þegar að fór að kólna fóru flugurnar af stað og það nóg af þeim hehe, við erum eins og nafnið ber með sér (Långasjö) rétt hjá vatni og því er hér nóg af allskonar flugum, en þó aðallega rikmý eins og við þekkjum við Íslensk vötn og hefur því þótt ég einstaklega gómsætur, náttúrulega alltaf sætur en svona gómsætur æææi veit ekki kannski alvegeins gott að vera laus við það ha hehehe.

Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í dag, kem þessu vonandi inn á netið á morgun, hef átt í smá veseni að komast á netið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband