þri. 27.5.2008
Ferðalok.
Jæja þá erum við komin heim, það hefur aðeins dregist að koma ferðalokum inn hér, eins og allaf fer maður á kaf í annað.
En samsagt við komum heim á Sunnudaginn og gekk ferðin vel, það var vaknað kl 07:00 og fengið sér að borða, síðan var farið sem leið lá út á flugvöll, það gekk allt saman mjög vel og í loftið fórum við á réttum tíma, mæðgurnar lögðu sig nú á heimleiðinni, ég reyndi að gera það sama en gekk misjafnlega (ég sem er vanur að sofa eins og steinn) því ég sat við ganginn og það var svo mikil umferð um hann og alltaf verið að reka sig í mig , en svona er þetta hef ekki ennþá efni á einkaþotu sko hehehe.
Lentum í Keflavík fimm mínútum á undan áætlun þar sem Biggi beið eftir okkur með bílinn og síðan var brunað í Hafnarfjörð, þessi ferð gekk mjög vel og tengdamamma er í skýjunum með hanna sem kannski skiptir mestu, síðan hitt að við nutum þess að vera með hana og fannst það alveg frábært að geta gert þessa ferð að veruleika.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Athugasemdir
Sæl .
Þið eruð hetjur að hafa farið með þá "gömlu" til Noregs. Hún á eftir að lifa lengi á endurminningum frá þessari ferð.
Kveðja úr Mosó.
Ella frænka í Mosó (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:41
Hæ og velkomin heim elskurnar mikið er gaman að sjá hvað mamma var ánægð með ferðina hún ljómar á öllum myndum ég veit að hún á eftir að tala mikið um þessa ferð sem er ekki nema von því það er alltaf gaman að ferðast ...... mikið hlakka mig til að fá ykkur í sumar hingað til min ....knús og faðm kveðja Erna
Erna Vilbergs (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.