mán. 19.5.2008
Mánudagur.
Fallegur morgun hér í Noregi sól og heitt, ja það var það og allir komnir út á pall með handavinnu og fínt, en vitið menn eins og hendi væri veifað kom haglél og maður spyr sig, bíddu erum við ekki í útlöndum, eða erum við bara á Íslandi ha? .
Tengdamamma er að segja okkur að heima séu karlarnir á eftir henni svo kemur hún til Noregs og þá hefur hún engan frið fyrir köttunum , henni finnst þetta bara ekki eðlilegt að geta ekki fengið frið hvar sem hún er haha.
Seinnipartinn í dag er búið að skiptast á sól og haglél maður er ekki alveg viss hvort maður er norður í landi eða í Noregi eða þannig, að öðru leiti er dagurinn búinn að ver fínn og allir búnir að hafa það gott.
Síðan eru nokkrar myndir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Athugasemdir
Sælar frænkur í Noregi.
Gott að frétta að ferðin út gekk vel. Frábært að sjá að Setta frænka skuli vera komin til ykkar. Frábærar myndir. Vertu ekkert að spá í kettina eða kallana Setta mín, nóttu þess bara að vera með þínu fólki. Kær kveðja úr Mosó. Ella.
p.s. ég fylgist með ykkur á netinu.
takk Rannveig að senda mér slóðina.
Heyrumst.
Ella frænka í Mosó (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:53
Sæl öll sömul, gaman að geta fylgst með ykkur á ferðalaginu.
Ég hélt að íslendingar ættu einkarétt á rigningu á þjóðhátíðardaginn hehe. Bið að heilsa öllum og skemmtið ykkur vel. Jóna
Jóna Samsonar (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.