lau. 17.5.2008
Noregur.
Jæja þá er það Noregsferð, lögðum af stað kl 07:30 frá Akranesi í gærmorgun og komum við á Hrafnistu í Hafnarfirði og náðum í tengdamóðir mína sem er níræð (en tilgangur ferðarinnar er að leifa henni að heimsækja sitt fólk í Osló), síðan var haldið í Keflavík í flug, á leiðinni kom í ljós að lyfin höfðu gleymst á Hrafnistu óóóó hvað nú? Jú það var hringt í Ágústu og hún beðin að ná í lyfin og koma með þau í strax og flýta sér, en á löglegum hraða haha.
Ferðin gekk vel og við lentum í Osló kl 17:00 að staðartíma og þar tóku Herdís og Jói á móti okkur, en við erum hjá þeim, þegar þangað var komið og búið að borða var komið að því að slaka á og hvíla sig.
Vorum snemma á fótum í morgun enda 17 Maí þjóðhátíðardagur normanna, kl 10:00 var farið út að skoða skrúðgönur og fá sér þjóðhátíðarkaffi , síðan var farið heim og slakað á að nýju, Herdís bjó til tertu og köku og þá fengum við heima þjóðhátíðarkaffi.
Það er allt í fánum og voða fínt hér þótt það sé búið að vera rigning.
Meira síðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Athugasemdir
gott að allt gekk vel, ég mun fylgjast vel með ;o)
Kveðja Vilborg
Vilborg (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:21
Hæ Rannveig,nú er slóðin opin, þú sendir í sms tvö g í blogg en á slóðinni sem þú sendir í tölvupósti er eitt g.
kv. Helga
Helga Halldórs (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.