Bettsome.com.

Það hefur farið lítið fyrir mér hérna inni að undanförnu, kannski vegna þess að það hefur ekki verið margt sem mig hefur langað að tjá mig um, en nú hefur auglýsinga herferð vefsíður sem heitir bettsome.com vakið athygli mína og þá ekki vegna þess að hún veki ánægju viðbrögð.

Mér finnst til að byrja með að þar sem fjárhættuspil er bannað hér með lögum með ólíkindum að það skuli vera leyfilegt að keyra yfir mann daginn inn og út auglýsingar í útvarpi um fjárhættuspil á netinu eins og þetta sé bara hver önnur vinna.

Á sama tíma er það vitað að tölur um þá sem missa allt sitt í spilafíkn fara stöðugt hækkandi, mér finnst að það eigi að ríkja frelsi fyrir fólk til að gera það sem því listir, en það er kannski óþarfi ýta undir veikleika fólks á þennan hátt og síðan sem mér finnst kannski verst er að með útvarpsauglýsingum sem hljóma allan daginn eru börnin formötuð um eitthvað sem þau vita ekkert hvað er eða hafa þroska til að leggja mat á.

Það getur vel verið að svona fyrirtæki eigi að hafa leifi til að freista fólks og leggja líf margra í rúst, en að þau eigi að hafa leifi til að formata og leggja líf komandi kynslóða í rúst get ég bara ekki skrifað uppá.

Þess vegna skora ég á útvarpsstöðvar að reyna að stíra þessum auglýsingum frá þeim tíma sem unglingar og börn er stór hluti hlustanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband