fös. 28.9.2007
Á uppleið.
Jæja þá er kannski kominn tími til að láta heyra í sér örlítið, maður er allur að braggast og ætti að fara að láta taka til sín aftur.
Annars er þetta nú svoddan ládeyða í öllu, fólk er helst að reyna að skiptast á skoðunum um hvort það eigi að tala Íslensku á Íslandi, ja hvað liggur beinast við í því efni, svari hver fyrir sig .
En svo má líka segja að ráðamenn séu uppteknir við að finna út hvernig þeir eiga að koma öllu góðærinu í umferð og hvort það eigi að gerast í krónum eða evrum sko, ég veit það ekki en mér finnst og hefur alltaf fundist að samtryggingin í samfélaginu skipi höfuð máli, en það er hægt að setja fjármuni í hvað sem mönnum dettur í hug, hvort sem það er kallað mótvægisaðgerðir í sjávarútvegi (sem eru gæluverkefni ráðherra fyrst og fremst), eða það er verið að kaupa upp lóðir á uppsprengdu verði í miðborginni, en ef að það er nefnt að setja peninga í heilbrigðiskerfið til að laga rekstur Landspítalans til dæmis, eða til skólanna svo að hægt sé að borga sæmileg laun, nei þá eru bara ekki til neinir peningar og verða ekki, það þarf bara að einkavæða þetta þannig að einkareksturinn geti grætt á þessu, það þarf enginn að segja mér það að það sé hægt að fá meira fyrir peningana með því að búa til milliliði það hefur bara aldrei verið svo og ég hélt að það hefðum við lært að milliliðakerfinu í landbúnaði og sjávarútvegi, eða hvað fá bændur háa prósentu af söluverið hvers kílós af lambakjöti til dæmis.
Jæja það virðist nú svolítið vera að lifna yfir mér alaveganna í bili hahahaha.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.