lau. 16.6.2007
Hallormsstaður.
Góðan daginn! Nú er kl 07:45 að staðartíma í Hallormsstaðarskógi og við búin að vera á ferð um Ísland frá því á Sunnudag, með tjaldvagninn okkar í eftirdragi, það er verið að vígja hann sko, við erum búin að fá frábært veður allan tímann aðeins smá hitaskúr hér í gærkvöldi, hins vegar höfum við komist að því að kannski er betra að fara fyrst í útilegu á íslandi og síðan í sólarlandaferð til Spánar , svona vegna hitamunar eða þannig.
Við byrjuðum á að fara á Sauðarkrók til pabba og vorum þar í tvær nætur, síðan keyrðum við í Kjarnaskóg við Akureyri og vorum þar í aðrar tvær nætur, þar í grennd er jólahúsið og skoðuðum við það að sjálfsögðu , það er voða gaman að koma svona í heim jólanna í 10 mínútur um miðjan Júní .
Síðan var nú nokkrum tíma varið í heitapottunum svona til að vega upp hitamuninn frá í síðustu viku , því þessar fyrstu 4 nætur voru svolítið kaldar bæði á meðan verið er að jafna út hitamuninn frá Spáni og svo var bara frekar kalt á nóttunni, á fimmtudaginn var tekið upp og fyrirhugað að halda hingað austur, en vegna þess að við töfðumst á Akureyri þá fórum við nú bara í Vaglaskó og vorum þar yfir nóttina, sváfum alveg rosa vel við undirleik frá ánni, komum síðan hingað um miðjan dag í gær og áttum hér góða nótt, hér er meiningin að vera í nokkrar nætur við sjáum til hvernig það verður.
Með sólarkveðjum að austan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.