lau. 9.6.2007
Dagur 14.
Góðan daginn Ísland! Jæja þá erum við nú komin heim, við lentum á Keflavíkurflugvelli kl 01:30 að staðartíma og vorum komin heim á Skagan kl 04:00 að staðartíma .
Gærdagurinn var góður eins og reyndar allir þessir 14 dagar, við byrjuðum á tæma húsið kl 09:00 og fórum síðan og keyptum okkur morgunmat og ég seti inná netið, síðan var haldið til Alicanti og stemmt á að skoða gamalt virki, elsti hluti þess frá 1509 eða þar um kring en yngsti hluti þess sennilega frá sautján til átján hundruð, það er uppá fjalli sem er inní miðri borginni, við gátum keyrt að neðsta hluta þess en urðum síðan að labba upp efsta hluta fjallsina og var það bratt, en upp fóru allir J og maður gat skilið hvernig þeir sem réðu svona virki gátu stjórnað umhverfi sínu og í þessu tilfelli sjálfsagt líka siglingum á Miðjarðarhafi, því að útsýnið var geysilega mikið.
Eftir virkið fórum við og fundnum verslunarmiðstöð ekki til að versla heldur til að fá kælt umhverfi og síðan að fá okkur góða máltíð áður en við færum á flugvöllinn, en þangað vorum við svo komin kl 18:30 eins og áætlað var og það fyrsta sem við komumst að var að búið væri að seinka fluginu okkar eina klukkustund og tíu mínútur , þegar búið var að skila bílnum tók því við bið og aðeins meiri bið, loksins var svo hægt að innrita sig og undirritaður ætlaði síðan að finna sér nettengingu og klára að setja myndir hér inn, en þá er því þannig háttað á flugvellinum í Alicanti að þeir einu sem fá slíkan lúsugs eru þeir sem ferðast á bissnis class svo ekki gekk það nú upp þá var fengin örlítil næring og síðan var farið að leita að reyksvæði og þá tók nú ekki betra við sko maður verður bara að fara ÚT ef maður ætlar að reykja og svo í gegnum öryggisskoðun aftur kommon sko, jæja nóg um það ég fór bara út og inn aftur lét mig hafa það, síðan var haldið um borð í vélina og í loftið flugið gekk vel og við lentum kl 01:30 eins og fyrr sagði, og svona í lokin a ferðinni þá vorum við náttúrulega tekin útúr í skoðun í tollinum en það var nú í lægi því við höfðum ekkert ólöglegt meðferðis .
Þá er þessari sögu lokið og upphefst einhver ný saga vonandi annars væri lítill tilgangur með öllu saman, ekki satt?
Vona að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki mínu.
Með sólarkveðju frá Íslandi að þessu sinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.