Dagur 13.

 

Ja hérna þá er nú runnin upp seinasti dagurinn sem við getum bara skemmt okkur, því að á morgun förum við heim, en það er nú svo að maður hlakkar alltaf til að koma heim.

Í dag var farið í vatnsrennibrautargarð og allir skemmtu sér konunglega við að renna sér í misstórum rennibrautum og þess á milli var slappað af og sólin sleikt og það næstum í orðins fyllstu því að sumir voru ansi rauðir eftir daginn.

Í dag nær Eyjólfur þeim áfanga að verða 18 ára og af því tilefni buðum við honum í garðinn og síðan út að borða í kvöld, allt var þetta hin besta skemmtun og frábær dagur í heild sinni.

Nú er dagur að kvöldi kominn og við að undirbúa að fara úr íbúðinni kl 9 í fyrramálið eða svona nálagt því, klukkan að verða 12 á miðnætti þegar ég skrifa þetta og ætla ég að koma mér í háttinn og loka með því þessum frábæra degi og hvílast vel fyrir langan dag á morgunn.

Með sólarkveðjum frá Spáni og nú verða sögulok í næsta þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband