fim. 7.6.2007
Dagur 13.
Ja hérna þá er nú runnin upp seinasti dagurinn sem við getum bara skemmt okkur, því að á morgun förum við heim, en það er nú svo að maður hlakkar alltaf til að koma heim.
Í dag var farið í vatnsrennibrautargarð og allir skemmtu sér konunglega við að renna sér í misstórum rennibrautum og þess á milli var slappað af og sólin sleikt og það næstum í orðins fyllstu því að sumir voru ansi rauðir eftir daginn.
Í dag nær Eyjólfur þeim áfanga að verða 18 ára og af því tilefni buðum við honum í garðinn og síðan út að borða í kvöld, allt var þetta hin besta skemmtun og frábær dagur í heild sinni.
Nú er dagur að kvöldi kominn og við að undirbúa að fara úr íbúðinni kl 9 í fyrramálið eða svona nálagt því, klukkan að verða 12 á miðnætti þegar ég skrifa þetta og ætla ég að koma mér í háttinn og loka með því þessum frábæra degi og hvílast vel fyrir langan dag á morgunn.
Með sólarkveðjum frá Spáni og nú verða sögulok í næsta þætti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.