þri. 5.6.2007
Dagur 10.
Kórinn hætti að hrjóta um níuleitið og við gömlu drifum morgunmat í börnin og síðan var farið á rúntinn á meðan þeir sem voru að skemmta sér (og öðrum) fengu að sofa lengur.
Við ætluðum bara að leita að opinni matvörubúð sem ekki fannst, en í staðinn fundum við kolaportið hér á Spáni og ekki eitt heldu tvö, annað undir berum himni en þitt neðanjarðar í bílakjallara, ekki var nú mikið verslað þar, þó fundum við góðar ferðatöskur undir allt sem búið er að versla J, mjög hentugt.
Síðan í kvöld fóru allir saman út að borða (það fannst engin matvörubúð um morguninn), fengum frábæran mat og þjónustu á Ítölskum stað ekki langt hér frá, síðan þegar heim var komið fóru allir snemma að sofa því að á morgun er stór tívolígarður á dagskránni, en meira um það þá.
Með sólarkveðjum frá Spáni og framhaldi á morgun sko .
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.