Hreint land fagurt land.

 

Jæja þá er maður aftur kominn að tölvunni, búinn að vera á þeytingi að undanförnu.

Þá er nú komið að því að Hafnfirðingar kjósi um álverið, eins og fyrirsögnin kannski segir finnst mér ekki veraum mikið að velja, eða hverjum mundi detta í hug að koma fyrir ruslahaug í bakgarðinum hjá sér?   Vonandi ekki Hafnfirðingum í það minnsta, ef við lítum yfir Jörðina þá er það kannski þannig að verksmiðjur sem voru reistar fyrir 100 árum síðan eru núna komnar inní íbúðarbyggð, en það dettur bara engum í hug að leifa nýbygginu á stóriðju inní miðju byggingarlandi íbúða í dag, mér finnst það líka einkennilegt á að hlusta í auglýsingarherferð Alcan, að það hugsi enginn um loftlagið, eða loftmengun þegar um sé að ræða fjárhagslegan ávinning, ja hérna eigum við þá bara að fara með súrefnisgrímur út að eiða fjármununum sem við öfluðum í álverinu, ja spyr sá sem ekki veit, annað er sem mér finnst um íbúalíðræði, sem ég annars er mjög fylgjandi, en Það er að tryggja þarf jafnræði milli þeirra sem kinna hvora hlið málsins, að þessu sinni er það svo að Alcan hefur varið milljónum ef ekki milljónatugum í að „kinna" ég segi í áróður fyrir stærra álveri, keypt allskonar álit hér og þar sem síðan Sól í straumi hefur ekki haft neitt fjármagn til að láta skoða og fá andsvör við, svo ég tali nú ekki um að það hefur verið fólk á launum hjá Alcan til að hringja út, keyrður upp gagnagrunnur í því sambandi „sem ég reyndar get ekki skilið að sé löglegt, því um leið fær fyrirtækið skrásetta upplýsingar um afstöðu fólks", jæja hvað um það, þá hlýtur að þurfa að setja skorður við hversu miklir fjármunir eru lagðir í svona kosningabaráttu til að tryggja jafnræðisreglu stjórnarskrárnar, því að svona stórfyrirtæki getur kaffært hvern sem er jafnvel þótt um væri að ræða ríkið sjálft, enda á að vera til rammi um svona hluti.

Hafnfirðingar hreinn bær betri bær, kjósið gegn gasgrímum sem framtíðar heimilis búnaði í Hafnafirði.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband