Jæja kominn tími til!

 

Þá er maður kominn aftur að skjánum, er búinn að vera á ferðin í rúma viku, reyndar sofið heima en ekki haft tíma til að tjá mig um annað en nauðsinlegustu hluti við þá staðið hafa mér næst hverju sinni, aumingja þeir LoL.

Það er margt sem hefur verið á ferðinni í vikunni sem liðin er, eins og allt fárið yfir Smáralindarbæklingnum, ja sér er nú hvað ég held nú bara að það þurfi að gera könnun á því hvernig þeir hugsa sem sjá klámið í þessu, mér alla veganna dettur Lína Langsokkur miklu frekar í hug en klám, en kannski hef ég bara ekki nógu mikla þekkingu á hvað helstu stellingar í klámmyndum ja ég veit það ekki.

Nú svo eru það auðlindar málin, mér finnst nú kannski skrítnast við það allt að það skuli þurfa að hafa eitthvað sérákvæði um að þjóðin eigi auðlindirnar, eða hver hefur eignarrétt nú þegar til að selja einhverjum þær, eða getur maður selt það sem maður á ekki?  Ja ég bara spyr, mín skoðun er sú að það eigi ekki að vera neinn fastur kvóti heldur eigi hann að vera úthlutaður eitt ár í senn, en það eigi aftur á móti að setja það í lög að veiði menn kvótann sinn fái þeir honum endurúthlutað, en veiði þeir hann ekki og geti ekki gefið á því eðlilega skíringu á sé þeim kvóta endurúthlutað til annarra, það hlýtur að vera óeðlilegt að ég geti fengið kvóta úthlutað þannig að þegar ég ákveð að hætta að sækja sjó geti ég annað hvort leigt kvótann sem ég hafði til afnota eða jafnvel selt hann, þetta er rotið kerfi eins og það er, eða hvað fyndist þessum sægreifum ef að ég gæti bara bannað þeim að byggja sér nýtt hús vegna þess að þeir hefðu ekki lóðarkvóta.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband