Lýtaaðgerð Framsóknar!

 

Jæja þá er Framsókn farin í sína reglubundnu lýtaaðgerð sem gerist jú á fjögurra ára fresti.

Að þessu sinni er þetta frekar stór aðgerð, byrjar bara á hótun um stjórnarslit og það eiginlega þannig að það engin leið til baka, ja ekki þá nema að bora ein jarðgöng til baka, en annað eins hefur nú svosem verið gert í nafni kjósenda.

Ég veit það ekki, en er það virkilega svo að kjósendur falli fyrir þessu í hvert skipti orða laust?

Ja spyr sá sem ekki veit, síðan er það annað mál, annað hvort verður að fara að finna annan lit fyrir þá sem fara í nafni náttúruverndar, eða að mála Framsókn uppá nýtt.

Þetta segi ég vegna þess að þeir sem eru náttúruverndarsinnar hafa með réttu (finnst mér) kennt sig við grænalitinn, en svo kemur Framsókn með sína stóriðjustefnu og segist vera vel grænn flokkur og er þá í rauninni að tala um þann lit sem þeir hafa í sínu merki, en að mínu mati viljandi að villa á sér í umræðunni um náttúruvernd, því það er ekkert í því sem Framsókn setur fram sem getur talist náttúruverndarstefna, mér finnst fjaðrir þær sem Framsókn er að setja upp til að bæta útlitið fyrir kosningarnar í besta falli ornar gamlar og slitnar og sumar eru greinilegar teknar ófrjálsri hendi.

Er ekki komið mál til að gefa Framsókn frí og leifa þeim að finna sjálfan sig á ný í rólegri sjálfskoðun utan stjórnar næstu fjögur árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnbogi Rúnar Andersen

Samt hleipur fólk alltaf og mogar hana úr haugnum í hvert skipti af því hún lofar að gera þetta aldrei aftur.

Finnbogi Rúnar Andersen, 5.3.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband