Fjölskyldan stækkar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá mér seinustu daga enda var að fjölga í fjölskyldunni um einn.Grin

Það er semsagt fæddur lítill prins sem var aðeins 8 merkur og 45 sm, en það er nú ekkert svo lítið er það?Halo

Hann kom aðeins á undan því sem ætlað var en er hraustur eins og afinn, en hann og mamman hafa átt tíma minn og því ekkert heyrst frá mér í gær eða dag.

Það er annars af nógu að taka finnst mér, eins og KLÁMRAÐSTEFNA sem mér finnst eins og sjálfsagt flestum ekkert til að hrópa húrra fyrir, EN það verður samt að gilda ein lög í landinu og á meðan fólk er ekki á skrá sem afbrota menn er ekki hægt að segja því að koma ekki.

Í þessu sambandi finnst mér fólk fara offörum í því að dæma, tökum til dæmis umræðuna um útlendingahatur sem verið hefur bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, þar ætlar fólk að ganga af göflunum af því að Frjálslindir hafa sett það fram að það eigi að skoða hvort þeir sem hér vilja setjast að hafi brotið lög í sínu heima landi, en síðan getum við ætlast til þess að fólki sem ekki er á sakaskrá sé meinað að koma hingað, ha kommon, reynum nú að vera örlítið samkvæm sjálfum okkur í málflutningi okkar.

Læt þetta duga í kvöld en læt í mér heyra um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband