Rannsóknarblaðamennsk.

Jæja þá leggur maður á stað hér, við verðum síðan að sjá hverju það skilar þegar upp er staðið. Smile

Það er þannig, að í upphafi skildi endirinn skoða, mikið finnst mér skorta á það svona almennt séð í öllu því sem yfir gengur í deiglunni í dag. Cool

Mér finnst það í sjálfu sér gott mál að vera með gagnrýnna fjölmiðla og oft gera þeir gott í að hjálpa fólki að vekja athygli á hlutum sem almenningur fær ekki komið á framfæri, en það er líka alveg ljóst að það vald sem liggur í hendi fjölmiðla er mikið og því verður að beita með aðgát.

Því segi ég þetta núna, að undarfarnar vikur hefur þessi tegund af fjölmiðlun verið meira áberandi í sjónvarpi en kannski oftast áður.

Það eru fyrst og fremst tveir þættir í sjónvarpi sem hafa verið að fletta upp málum sem eru umdeild, en það er Kompás stöðvar 2 og Kastljós ríkissjónvarpsins.

Nú er það svo e byrjum á Kompás að margt hefur verið gert þar sem er gott og mög erfið mál verið tekin þar og gerð góð skil, en svona almennt séð finnst mér ekki vera nóg að leggja til atlögu og rífa það niður sem fjallað er um hverju sinni, heldur verður að fylla uppí með einhverju betra í staðinn, síðan finnst mér að það eigi að setja skorður við því að það sé hægt að taka fólk af „lífi“ í beinni útsendingu.

Við getum öll haft mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum, en það á EINGINN skilið þá meðferð sem Guðmundur í byrginu fékk, það snýst ekkert um álit mitt á honum eða því máli öllu, heldur hitt að hver skal saklaus vera þar til sekt hans er sönnuð og svo hitt að hann eða hver annar sem er eiga aðstandendur, fólk sem í flestum tilfellum hefur ekkert af sér gert, síðan á fólk börn sem geta ekki ákveðið hvar þau standa og það verður að teljast full sanna að þau eiga ekki skilið að lenda í því að horfa uppá foreldra sína í sjónvarps umfjöllun á þann hátt sem um ræðir í þessu sérstaka tilfelli.

Við verðum að gera okkur ljóst að hafa skal aðgát í nærveru sálar, það er algilt hvort sem við teljum hana seka eða saklausa.

Hvað Kastljósið varðar þá verður það að teljast gott og þarft að opna á það sem virðist hafa farið fram á upptökuheimilum út um allt land, en eins og aðrir í þessari rannsóknarblaðamennsku virðist enginn vita hvenær er komið nóg og mál að láta kurt liggja og leifa því fólki sem virkilega á um sárt að binda að fá hjálp hjá þeim sem eru færir um að veita hana.

Jæja þá er svona kannski búið að taka tappann úr hvað varðar fortíðina og hægt að halda sig í núinu hvað umræðuna varðar, en meira um það síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband