mán. 22.11.2010
Lýðræði.
Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings og virðist það vera mjög breytileg flóra af fólki sem gefur kost á sér til setu á því þingi, sem er jú gott.
Ég held hinsvegar að það skipti miklu máli að þeir sem veljast til setu þar séu með báða fætur að jörðinni eins og sagt er, að þeir sem þar sitja geri sitt besta til að búa til ramma um lögin, en séu ekki að reyna að búa til stjórnarskrá sem annað hvort mái út regluna (það er afmái öll höft og geri stjórnvöld máttlaus), eða þá setji svo ströng skilyrði fyrir stjórnarathöfnum að það sé ekki hægt að uppfylla þau í raun, það er jú jafnvægi sem er alltaf það sem við skildum leita að.
Ég hef ekki verið mikið í þessari umræðu en hef þó gert upp minn hug í því sambandi hvern ég ætla að velja sem númer eitt á minn kjörseðil, en það er Kristbjörgu Þórisdóttur nr.6582, en hún hefur að mínu mati nokkuð heilræna mynd að því sem þarf að gera og hvað fólkinu kemur vel og um leið hvað getur talist eðlilegt að stefna að sem útkomu úr þessari vinnu, pólitískt séð erum við ekki sammála en það er nefnilega málið að mínu mati, stjórnarskráin er EKKI pólitísk og á ekki að vera, hún er hafin yfir pólitík og á að vera ramminn utan um pólitíkina meðal annars.
Ástæða þess að ég er að hafa á þessu orð hér er fyrst og fremst sú staðreynd að mér finnst umræðan nú síðustu mánuði og jafnvel árið vera vægast sagt ruglingsleg og umfram allt öfgakennd og það ein af ástæðunum að ég hef ekki verið að taka þátt í henni, stundum er einfaldlega betra að láta það ógert heldur en að fara inní einhverja hringiðu sem fyrirfram er vitað að þú getur ekki haft nein áhrif á eða ráði neitt um hvert leiðir.
Það virðist aðeins eitt lögmál ráða ferðinni í umræðunni í dag, sá sem getur búið til mestan hávaða nær athyglinni og þá sérstaklega ef hann getur ásakað nógu marga í leiðinni um eitthvað, þetta á ekkert skylt við það sem umræða ætti að innihalda, því að gamalt máltæki segir glymur hæst í tómri tunnu".
Fólk á ekki að geta ásakað annað fólk hægri vinstri án þess að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og þá er ég ekki að tala um rök sem eru fullyrðingar án sannana, því að slíkt meiðir saklaust fólk og það er ekki hægt að segja eftir á sorry þetta er bara fórnarkostnaður eða eitthvað í þá áttina, þar sem ég ólst upp vestur á fjörðum hefði þessi aðferð verið kölluð SKÍTKAST og var slík aðferð ekki talin merkileg umræða þeir sem henni stýrðu ekki taldir svara verðir.
Ég vona að það verði breytingar á þessari umræðu sem fyrst svo að það sé hægt að taka þátt í henni á eðlilegum forsendum án þessa að eiga á hættu að verða úthrópaður ef maður er ekki sammála eða ósammála á réttum stöðum, það þarf reglu í öllum samfélögum og þau þurfa líka lög sem allir eru jafn rétthái fyrir.
Finnbogi Rúnar.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.