Færsluflokkur: Dægurmál

Lýðræði.

 

Nú styttist í að kosið verði til stjórnlagaþings og virðist það vera mjög breytileg flóra af fólki sem gefur kost á sér til setu á því þingi, sem er jú gott.

Ég held hinsvegar að það skipti miklu máli að þeir sem veljast til setu þar séu með báða fætur að jörðinni eins og sagt er, að þeir sem þar sitja geri sitt besta til að búa til ramma um lögin, en séu ekki að reyna að búa til stjórnarskrá sem annað hvort mái út regluna (það er afmái öll höft og geri stjórnvöld máttlaus), eða þá setji svo ströng skilyrði fyrir stjórnarathöfnum að það sé ekki hægt að uppfylla þau í raun, það er jú jafnvægi sem er alltaf það sem við skildum leita að.

Ég hef ekki verið mikið í þessari umræðu en hef þó gert upp minn hug í því sambandi hvern ég ætla að velja sem númer eitt á minn kjörseðil, en það er Kristbjörgu Þórisdóttur nr.6582, en hún hefur að mínu mati nokkuð heilræna mynd að því sem þarf að gera og hvað fólkinu kemur vel og um leið hvað getur talist eðlilegt að stefna að sem útkomu úr þessari vinnu, pólitískt séð erum við ekki sammála en það er nefnilega málið að mínu mati, stjórnarskráin er EKKI pólitísk og á ekki að vera, hún er hafin yfir pólitík og á að vera ramminn utan um pólitíkina meðal annars.

Ástæða þess að ég er að hafa á þessu orð hér er fyrst og fremst sú staðreynd að mér finnst umræðan nú síðustu mánuði og jafnvel árið vera vægast sagt ruglingsleg og umfram allt öfgakennd og það ein af ástæðunum að ég hef ekki verið að taka þátt í henni, stundum er einfaldlega betra að láta það ógert heldur en að fara inní einhverja hringiðu sem fyrirfram er vitað að þú getur ekki haft nein áhrif á eða ráði neitt um hvert leiðir.

Það virðist aðeins eitt lögmál ráða ferðinni í umræðunni í dag, sá sem getur búið til mestan hávaða nær athyglinni og þá sérstaklega ef hann getur ásakað nógu marga í leiðinni um eitthvað, þetta á ekkert skylt við það sem umræða ætti að innihalda, því að gamalt máltæki segir „glymur hæst í tómri tunnu".

Fólk á ekki að geta ásakað annað fólk hægri vinstri án þess að þurfa að færa rök fyrir máli sínu og þá er ég ekki að tala um rök sem eru fullyrðingar án sannana, því að slíkt meiðir saklaust fólk og það er ekki hægt að segja eftir á sorry þetta er bara fórnarkostnaður eða eitthvað í þá áttina, þar sem ég ólst upp vestur á fjörðum hefði þessi aðferð verið kölluð SKÍTKAST og var slík aðferð ekki talin merkileg umræða þeir sem henni stýrðu ekki taldir svara verðir.

Ég vona að það verði breytingar á þessari umræðu sem fyrst svo að það sé hægt að taka þátt í henni á eðlilegum forsendum án þessa að eiga á hættu að verða úthrópaður ef maður er ekki sammála eða ósammála á réttum stöðum, það þarf reglu í öllum samfélögum og þau þurfa líka lög sem allir eru jafn rétthái fyrir.

Finnbogi Rúnar.


Góðan dag og gleðilegt ár!

 

Ég hef ekki skrifað hér legi, enda finnst mér margt vera þannig að maður veit ekki hvað maður á að halda, við Íslendingar rúllum upp og niður tilfinningaskallann í afstöðu okkar til hinna ýmsu mála og skiptir þá engu hvað er okkur fyrir bestu sem heild.

Iceseve er eitt dæmið um það, enginn vill borga Iceseve þó að það sé vitað að ef málið snéri öfugt við og við værum í sporum Breta og Hollendinga á fyndist okkur að þeir ætu tvímælalaust að borga okkur, þannig væri hægt að telja upp lengi og tína til, mín skoðun er sú að það sé ekki hægt að koma núna og neita að borga, við áttum að stoppa bankana af á sínum tíma og passa uppá að það færi ekki allt úr böndunum, því það hefur alltaf verið þannig að það er ekki bæði hægt að halda og sleppa, við vorum svo áköf í að græða og græða 2007 að við vorum ekki tilbúin að sleppa og setja skorður við útrás og þenslu bankakerfisins og þegar þannig er komið verðum við bara að viðurkenna það og horfast í augu við staðreyndir, það er ekki í boði að stinga hausnum í sandinn eins og strúturinn á meðan allt brennur í kringum okkur, við viljum teljast sjálfráða og ábyrg þjóð og hafa frelsi til að gera það sem okkur dettur í hug, verðum við líka að vera tilbúin að taka afleiðingum gerða okkar.

Það sem við þurfum að leggja mesta áherslu á núna er að horfa með jákvæðum formerkjum á lífið í kringum, okkur bæði í nútíð og til framtíðar og þannig skapa okkur tækifæri til að takast á við það sem við þurfum að gera hvert og eitt okkar, því það er mín skoðun að á meðan við erum upptekin við að horfa á allt það vonda í kringum okkur og erum upptekin við það hugsa um það sem við getum ekki gert, ja þá gerum við ekkert og sleppum að gera það sem við annars gætum gert vegna þess að það tekur því ekki, þannig virkar neikvæðnin.


Gleðilegt nýtt ár.

 

Þá nýtt ár gengið í garð og vona ég að það verði öllum sem allra best um leið og ég þakka fyrir liðið ár.

Það virðist vera mjög mismunandi augum sem fólk lítur á nýja árið sumir bera í brjósti væntingar og vonir um betri tíð og vona að þeir vakni af þeirri martröð sem þeim virðis seinustu mánuðir liðins árs vera, á meðan að aðrir líta á árið dökkum augum og telja að muni færa okkur tóma erfiðleika og vandræði.

Ég skal ekkert um það segja, en mér finnst þó allt í lagi að gefa þessu nýja ári tækifæri og þó að það verði kannski ekkert met ár þá gæti það orðið allt í lagi eins og sagt er, ég veit hins vegar að ef við förum inní þetta nýja ár með því hugarfari að það verði ómögulegt og ömurlegt, þá er nokkuð víst að við fáum ekki mikið gott útúr því, vegna þess að við sköpum okkar umhverfi sjálf, þess vegna mæli ég með að við förum inní árið með það hugarfar að taka með þakklæti á móti því sem nýja árið vill okkur gefa og færa, síðan tökumst við bara á við það sem takast þarf á við og reynum að gera það með jákvæðu hugarfari þannig að það veri okkur ekki erfiða en nauðsyn krefur.

Ég reyni að horfa jákvætt fram á veginn hverju sinni og takast á við hlutina með því hugarfari, auðvitað tekst það ekki alltaf, en ég tel mig þó vita að þegar það tekst þá er allt miklu auðveldara og þægilegra, því að til dæmis býr neikvæðnin til stór fjöll á meðan jákvæðnin minkar þau og gerir það þannig að verkum á köflum að við leggjum í að klífa þau í staðin fyrir að telja það vonlaust og leggja ekki af stað.

Það er einnig mjög mikilvægt að setja sér raunhæf markmið og stefna að þeim, mér finnst til dæmis mín markmið fyrir næsta ár raunhæf og góð, en ég ætla að stefna á það að hafa það eins gott og framast er kostur og vinna að því að það megi verða svo, um leið og við setjum þannig markmið höfum við að einhverju að stafna að og þar með erum við með hugann við það og einhver staðar á bakvið á ómeðvitaða svæðinu í huganum erum við að vinna að þessu og leita tækifæra til að svo megi verða.

Gefum nýju ári ljós og jákvæðar hugsanir til að þróa.

Kveðja.

Finnbogi Rúnar.


Gleðileg Jól.

 

Kæru vinir við óskum ykkur öllum gleði og friðar um jólahátíðina og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Finnbogi og Rannveig.


Ferðalok.

Jæja þá erum við nú komin heim, komum heim í gær (Mánudag) og vorum býsna ánægð með það Smile.

Við keyrðum á Sunnudaginn niður Danmörku til bæjar sem heitir Vandel og gistum þar seinustu nóttina hjá Kalla frænda Rannveigar, fengum þar alveg frábærar móttökur grillað fyrir okkur svona uppá Íslenskan máta og allt Wink.

Fyrr um daginn hittum við Vilborgu og Sigfús niður í Vejle sem er rétt hjá þar sem við gistum, fengum okkur ís saman og skoðuðum höfnina, eða fjörðinn sem hún stendur við og brúna sem liggur yfir hann, en fyrst og fremst vorum við nú bara að hittast.

Síðan flugum við öll saman heim í gærmorgun, fórum í loftið svona nokkurn veginn á réttum tíma, flugið var gott og við lentum svo kl 14:00 að staðartíma á keflavíkurflugvelli, eftir þetta venjulega var bíllinn sóttur á stæðið og brunað til Hafnarfjarðar til að hitta tengdamömmu sem var held ég farin að bíða svolítið mikið eftir okkur, eftir stopp þar uppá klukkutíma eða svo var síðan haldið á Skagann en þar var annar aðili farin að bíða svolítið mikið eftir okkur líka en það er Eyjólfur (prinsinn á heimilinu), þegar á Skagann kemur er hringnum lokað og Jón er kominn heim eða þannig hahaha.

Þetta er búin að vera alveg frábær ferð og frábærar móttökur sem við höfum hjá því fólki sem við hittum í Noregi og Danmörku og þökkum við kærlega fyrir okkur og vonum að þið hafið það sem allra best og með þeim orðum líkur þessari ferðasögu með brosi á vör.


Danmörk.

Jæja það hefur ekki heyrst mikið í mér að undanförnu, hef verið í lélegu netsambandi þar til ég kom til Danmerkur og þá hef ég haft nóg að gera.

Við fórum frá Noregi á Miðvikudaginn 6 og héldum til Svíþjóðar þar sem við gistum eina nótt og á Fimmtudagsmorgun keyrðum við til Gautaborgar og tókum ferjuna til Danmerkur, þegar þangað var komið héldum við beint til Århus í heimsókn til Kiddu vinkonu okkar, við stoppuðum þar í góðan tíma og þáðum kaffi og með því, fengum frábærar móttökur, síðan var haldið af stað á ný og keyrt til Hansthólm á vesturströndinni en þar ætlum við að heimsækja Ernu og hennar börn Önnu og Jón og síðan bróðir Ernu sem einnig heitir Jón og hans fjölskyldu.

Það var takið alveg frábærlega á móti okkur hér í Hansthólm, við fengum heila íbúð útaf fyrir okkur og erum þar ein og síðan er búið að dekra við okkur í mat, sýna okkur það áhugaverðasta hér í kring þannig að þetta eru búnir að vera frábærir dagar hér á vestur Jótlandi.

Á morgun höldum við niður til Billund og gistum þar hjá Kalla seinust nóttina, en Kalli er bróðir Ernu sem við erum hjá, þau eru frændfólk Rannveigar í föður ætt.

Við  fljúgum svo heim frá Billund á Mánudagsmorgun, þannig að næsta færsla frá þessari ferð verður að heiman og verður það þá uppgjör á henni, ég set heldur ekki inn fleiri myndir fyrr en ég verð kominn heim.

Með bestu kveðjum úr Danaríki. Happy


Samantekt frá Norefjell.

Jæja það er búið að vera frábært hér í Noregi þessa daga, reyndar er ég búinn að vera með kvef og bara hálf lasinn, en það er allt að lagast og sólin að fara að skína aftur eftir rigningarhelgi. Fyrstu dagana var mikill hiti en á kvöldin þá voru þrumur og eldingar það voru svona sérstök upplifun. Stundum stóð manni ekki alveg sama en það var mjög gaman og flott að sjá þetta. Um helgina minkaði hitinn og var meira og minna rigning en við létum það ekkert eyðileggja fyrir okkur.

Við erum búin að vera að skoða hér í kring það sem okkur finnst áhugavert eins og t.d gufulest , ævintýrahús og síðan fórum við í sund sem var svona alveg sértök, það var með stórum rennibrautum, öldugangur í sundlauginni og stórum stökkbrettum svo eitthvað sé talið. Aðrir hér fóru líka í tívolí og dýragarð en við gömlu hjónin höfðum ekki mikil áhuga á því. Þá daga sem ekkert var farið  og á kvöldin var spjallað, rifjað upp liðna tíð og hlegið mjög mikið. Tekið voru í spil, bæði venjuleg spil, mattardor, borðtennis, og sumir prjónuðu. Frúin fékk fína klippingu og litun, var mjög sæt á eftir, sæt var hún fyrir.  

Síðan er náttúrulega búin að standa hér tvöföld fimmtugsafmælisveisla, sem var alveg frábær, enda ekki furða það sem það voru frábærir veisluhaldarar sem voru búinn að undirbúa hana mjög vel. Það var margréttað matarborð, eftirréttir og bjór, vín og gos eins og hver og einn gat í sig látið. Haldið voru afmælisræður, sungið, dansað og farið í leiki. Einnig var kveiktur var varðeldur og grillað var sykurpúðar og fleira góðgæti. Allir skemmtu sér konunglega fram að rauða nótt.

Ég hef ekki getað sett inn myndir að undanförnu vegna lélegrar nettengingar í þau skipti sem ég hef komist á netið, en ég set inn myndir um leið og ég get Wink.


Heja Norge.

Vöknuðum í morgun fyrir sjö og lögðum af stað til Noregs eftir sturtu og morgunmat, veðrið jafn heitt og það er búið að vara undanfarið sem jú bara gott, vinkona okkar virtist hafa hvílst vel því hún var eiturhress og kjaftaði á henni hver tuska Happy, við keyrðum sem leið lá að landamærunum við Noreg en þar var gert stopp í stað sem heitir Svinasund og er svona staður þar sem Norðmenn fara og versla mat og fleira, við skoðuðum okkur aðeins um þarna og eitthvað var nú keypt en ekki mikið þó Whistling.

Eftir að við höfðum fengið okkur hádegissnarl var haldið yfir landamærin til Noregs, þar eru landamæraverðir og finnst manni það svolítið skrítið í dag, því að það er sama hvar maður er að keyra maður sér ekki nokkurn mann við landamæri, en hvað um það bíllinn fyrir framan okkur var tekinn út í tékk og svo bíllinn á eftir okkur en við sluppum W00t, keyrðum síðan upp í Åneby til Herdísar og Jóa, hittum þar fullt af fólki, eftir kvöldmat fórum síðan af stað uppá Norefjell en þar tætlum við að vera næstu 8 dagana með Jóa og Herdísi og fullt af fleira fólki frá Íslandi.

Á leiðinni uppeftir lentum við í þrumum og eldingum og einhverri mestu rigningu sem ég hef séð, ég er vanur að keyra í byl en þetta var held ég verra en blindbylur, rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan og svo var bara varsvegurinn fyrir framan bílinn úuff, en uppeftir komumst við heilu og höldu á þremur bílum.

Síðan fór það sem eftir var kvöldsins í að koma sér fyrir, raða öllum niður í herbergi og svoleiðis  Smileog alla veganna var ég orðin þreyttur þegar ég fór að sofa um hálf eitt, látum þetta duga í dag góða nótt.


On the rod.

Þá erum við farin frá Långasjö og höldum í norðvetur til Trollhättan, í dag er búinn að vera einn heitasti dagurinn síðan við komum út um og yfir 35 stig.

Dagurinn byrjaði annars á því að vinkona okkar í GPS inu neitaði að segja eitt aukatekið orð L og gaf þannig tóni fyrir daginn, við byrjum á að keyra aukahring vegna þess að ég tók vitlausa beygju og vinkonan sagði ekki orð, síðan gekk ferðin vel eftir að við komumst á rétta braut þótt að vinkonan væri með alhljóðasta móti, en þegar við nálguðumst áfangastað byrjaði aðeins að vandast málið, keyrðum nokkra hringi í borginni áður en við komumst í svefnstað, en þegar upp var staðið var þetta góður dagur með smá ævintýrum sem eru jú nauðsynleg ekki satt Grin.

Vorum samt frekar þreytt um kvöldið og vorum farin að sofa um tíu leitið í öllum hitanum, enda er ferðinni heitið til Noregs strax eftir morgunmat, svo við látum þetta duga að sinni.


Vimmerby.

Í dag var farið til Vimmerby þar sem Astrid Lindgren var fædd en þar er garður sem heitir Astrid Lindgrens värld og er hann um allar þær sögupersónur sem þessi mikli rithöfundur skóp og þá heima sem þær lifðu i, við hittum þarna fyrir Emil, Línu Langsokk, Ronniu ræningjadóttur, bróður minn ljónshjarta og marga fleiri frægar persónur, annars er það þannig að þessi garður er frábær fyrir börn, en kannski ekki eins fyrir svona gamlingja eins og okkur, en það var voða gaman að koma þarna og vissulega fann maður barnið í sjálfum sér Halo.

Annars var dagurinn fínn í heild sinni, 30 stiga hiti og við bara í rólegheitum að dunda okkur í garðinum og á leiðinni fram og til baka, við fundum einhverjar búðir í Vimmerby og gátum meira að segja keypt eitthvað hahaah og svo gátum við líka fundið hamborgara sko, bara nokkuð góða Happy, annars lifum við ekki mikið á svoleiðis mat heldur eldum okkar mat sjálf.

Þetta er orðið gott í dag, á morgun er síðasti dagurinn okkar hér í smálöndunum en á Mánudaginn höldum við áleiðis til Noregs.


Næsta síða »

Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband