Færsluflokkur: Dulspeki

Gleðileg Jól.

 

Kæru vinir við óskum ykkur öllum gleði og friðar um jólahátíðina og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Finnbogi og Rannveig.


Norðurlandabúar i vanda.

Nú liggja Danir í því, ég lagði nefnilega af stað í morgun (21.07) kl 03:27 frá heimili mínu á Akranesi áleiðis til Danmerkur ásamt Rannveigu konu minni J, það var haldið sem leið lá til Keflavíkurflugvallar og stigið um borð í Flugvél Iceland Express kl 07:00 og farið í loftið 20 mínútum síðar.

Við lentum á Billund flugvelli kl 12:15 að staðartíma, við drifum okkur að sækja bílaleigubílinn hjá Hertz og drífa okkur svo af stað, gleymdi að geta þess að með í ferð í nýleg vinkona okkar sem heldur til í forláta GPS tæki og er hún Enskumælandi og öllu að jöfnu talar hún frekar mikið þegar við erum heima og þá oft óþarfa athugasemdir að því mér finnst Blush, en hvað um það nú þegar við vorum komin í Danaveldi við hún bara ekki segja neitt að heitið gat og það litla sem hún sagði var þá helst (í lauslegri þýðingu) „síðasta gervihnattar staða", maður tók þessu nú bara létt til að byrja með og nái fyrsta áfangastað enda vara hann bara rétt hjá Billund, en síðan átti að keyra í neinum hveli yfir til Svíþjóðar í náttstað og það fór nú aðeins að rjúka úr mínum þegar hún hélt áfram að þegja og segja sem minnst, en yfir Eirarsund komumst við nú einhvern veginn og upp til Lundar, en þar sofum við í nótt á farfuglaheimili sem er örlítið skondið, því að það er til húsa í gömlum járnbrautar vögnum, en það er bara ljómandi huggulegt en svolítið þröngt um mann Grin.

En samsagt gekk ferðin bara vel og vel þreytt fórum við snemma að sofa góða nótt.


Höfundur

Finnbogi Rúnar Andersen
Finnbogi Rúnar Andersen
Ég hef haft skoðanir á þjóðfélagsmálum alla æfi, en sjaldan sett það fram nema við þá sem eru í kringum mig. En nú ætla ég að reyna að deila þeim með öðrum og vona að það verði öðrum til skoðunarmindunar.  Ég bið fólk að hafa það hugfast að ég horfi á hlutina útfrá sjónarhól dulspekinar, því þar er minn sjónarhóll.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband