lau. 9.6.2007
Heima.
Jæja þá er maður kominn heim og lífið er svona að taka á sig fasta mynd á ný, þótt að næsta ferð ekki langt undan því að á morgun er ráðgert að leggja upp með tjaldvagninn og ferðast um sitt eigið land, það verður alveg örugglega ekki minna gaman en ferðin til Spánar og maður er farin að hlakka til.
Ég hélt að við hefðum tekið sólina með okkur heim frá Spáni, en svo er bara súld og þoka svo að maður verður að kyngja því að ekki hefur maður nú svo mikil völd að breyta veðrinu.
Jæja látum þetta duga, kannski maður geti sett hér inn af og til smá ferðasögu af og til næstu daga.
Með sól í hjarta kveðjur frá Akranesi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 9.6.2007
Dagur 14.
Góðan daginn Ísland! Jæja þá erum við nú komin heim, við lentum á Keflavíkurflugvelli kl 01:30 að staðartíma og vorum komin heim á Skagan kl 04:00 að staðartíma .
Gærdagurinn var góður eins og reyndar allir þessir 14 dagar, við byrjuðum á tæma húsið kl 09:00 og fórum síðan og keyptum okkur morgunmat og ég seti inná netið, síðan var haldið til Alicanti og stemmt á að skoða gamalt virki, elsti hluti þess frá 1509 eða þar um kring en yngsti hluti þess sennilega frá sautján til átján hundruð, það er uppá fjalli sem er inní miðri borginni, við gátum keyrt að neðsta hluta þess en urðum síðan að labba upp efsta hluta fjallsina og var það bratt, en upp fóru allir J og maður gat skilið hvernig þeir sem réðu svona virki gátu stjórnað umhverfi sínu og í þessu tilfelli sjálfsagt líka siglingum á Miðjarðarhafi, því að útsýnið var geysilega mikið.
Eftir virkið fórum við og fundnum verslunarmiðstöð ekki til að versla heldur til að fá kælt umhverfi og síðan að fá okkur góða máltíð áður en við færum á flugvöllinn, en þangað vorum við svo komin kl 18:30 eins og áætlað var og það fyrsta sem við komumst að var að búið væri að seinka fluginu okkar eina klukkustund og tíu mínútur , þegar búið var að skila bílnum tók því við bið og aðeins meiri bið, loksins var svo hægt að innrita sig og undirritaður ætlaði síðan að finna sér nettengingu og klára að setja myndir hér inn, en þá er því þannig háttað á flugvellinum í Alicanti að þeir einu sem fá slíkan lúsugs eru þeir sem ferðast á bissnis class svo ekki gekk það nú upp þá var fengin örlítil næring og síðan var farið að leita að reyksvæði og þá tók nú ekki betra við sko maður verður bara að fara ÚT ef maður ætlar að reykja og svo í gegnum öryggisskoðun aftur kommon sko, jæja nóg um það ég fór bara út og inn aftur lét mig hafa það, síðan var haldið um borð í vélina og í loftið flugið gekk vel og við lentum kl 01:30 eins og fyrr sagði, og svona í lokin a ferðinni þá vorum við náttúrulega tekin útúr í skoðun í tollinum en það var nú í lægi því við höfðum ekkert ólöglegt meðferðis .
Þá er þessari sögu lokið og upphefst einhver ný saga vonandi annars væri lítill tilgangur með öllu saman, ekki satt?
Vona að þið hafið haft gaman af þessu uppátæki mínu.
Með sólarkveðju frá Íslandi að þessu sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.6.2007
Dagur 13.
Ja hérna þá er nú runnin upp seinasti dagurinn sem við getum bara skemmt okkur, því að á morgun förum við heim, en það er nú svo að maður hlakkar alltaf til að koma heim.
Í dag var farið í vatnsrennibrautargarð og allir skemmtu sér konunglega við að renna sér í misstórum rennibrautum og þess á milli var slappað af og sólin sleikt og það næstum í orðins fyllstu því að sumir voru ansi rauðir eftir daginn.
Í dag nær Eyjólfur þeim áfanga að verða 18 ára og af því tilefni buðum við honum í garðinn og síðan út að borða í kvöld, allt var þetta hin besta skemmtun og frábær dagur í heild sinni.
Nú er dagur að kvöldi kominn og við að undirbúa að fara úr íbúðinni kl 9 í fyrramálið eða svona nálagt því, klukkan að verða 12 á miðnætti þegar ég skrifa þetta og ætla ég að koma mér í háttinn og loka með því þessum frábæra degi og hvílast vel fyrir langan dag á morgunn.
Með sólarkveðjum frá Spáni og nú verða sögulok í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.6.2007
Dagur 12.
Rólegur dagur í dag, við byrjuðum á að fara á netkaffið og setja inná netið og síðan var farið niður í bæ, byrjað á að fá sér hádegissnarl og síðan rölt með ströndinni og bara slakað á og skoðað það sem fyrir augun bar, síðan fórum við og fengum okkur ís í einhverri frægri ísbúð.
Að því lokkun var haldið í síðasta búðarleiðangurinn og undirritaður keypti á buxur, að því loknu fórum við og fengum okkur að borða á Íslendingabar sem síðan reyndist ekki lengur vera Íslendingabar heldur voru það Bretar sem þar stjórnuðu, hvað um það við fengum góðan mat.
Þegar heim kom var spilaður kani í smástund fyrir svefninn, og nú var liðinn næst síðasti dagurinn hér ef frá er talinn heimferðardagurinn.
Nóg að sinni með sólarkveðjum frá Spáni og enn er framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.6.2007
Dagur 11.
Jæja í dag var haldið í stóran tívolígarð sem hitir Terra Mítica, úúfff hringurinn í honum er 5 km, en undirritaður er nú nokkuð útsjónasamur og leigði sér forláta faratæki sko.
Þessi garður er byggður upp á forni byggingarlist, þannig að þú kemur inní forn Egyptaland og ferð þaðan inní forn Grikkland og síðan heldur þú til Rómar og endar í Spænsku þorpi, á leiðinni eru allskonar tæki, rússibanar, draugahús, vatnsrennibrautir og svo margt, margt fleira.
Þetta var alveg frábært og mikilskemmtun, á leiðinni heim átti að fá sér að borða við hraðbrautina, enda klukkan orðin nærri átta en ekki fer nú allt eins og ætlað er, það voru svona áningarstaðir útum allt en ekki leist okkur nú á það sem þar var í boði svo við enduðum á að borða rétt hér hjá á handborgarastað, en allt í lagi.
Þegar heim kom voru allir frekar þreyttir og voru allir sofnaðir fyrir tólf og enn einn frábær dagur að kvöldi kominn og því miður farið að síga á seinnihlutann hér, en svo er nú líka alltaf gott að koma heim.
Með sólarkveðjum frá Spáni og enn verður framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 5.6.2007
Dagur 10.
Kórinn hætti að hrjóta um níuleitið og við gömlu drifum morgunmat í börnin og síðan var farið á rúntinn á meðan þeir sem voru að skemmta sér (og öðrum) fengu að sofa lengur.
Við ætluðum bara að leita að opinni matvörubúð sem ekki fannst, en í staðinn fundum við kolaportið hér á Spáni og ekki eitt heldu tvö, annað undir berum himni en þitt neðanjarðar í bílakjallara, ekki var nú mikið verslað þar, þó fundum við góðar ferðatöskur undir allt sem búið er að versla J, mjög hentugt.
Síðan í kvöld fóru allir saman út að borða (það fannst engin matvörubúð um morguninn), fengum frábæran mat og þjónustu á Ítölskum stað ekki langt hér frá, síðan þegar heim var komið fóru allir snemma að sofa því að á morgun er stór tívolígarður á dagskránni, en meira um það þá.
Með sólarkveðjum frá Spáni og framhaldi á morgun sko .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.6.2007
Dagur 9.
Upp er runnin sólbjartur Laugardagur og þá er markaður hér í næstu götu og við gömlu út með það sama kl 10:00 og fórum að skoða og eitthvað var nú keypt , og síðan rölt heim aftur og borðað hádegissnarl.
Ungu hjónin fóru svo í búðir um miðjan daginn og urðu reyndar lengur en tilstóð, en það er nú svona úr miklu að velja og svo er verðið hér svo rosalega gott (er mér sagt ).
Í kvöld var svo grillað að íslenskum sið það tókst bara vel og allir sáttir og síðan fór ungafólkið að leita sér ánægu á pöbbnum og við gömlu pössuðum, fjórir í einu herbyggi og hrutu í kór sem afi stjórnaði .
Enn ein frábær dagur liðinn, hér hafa bara verið frábærir dagar.
Með sólarkveðum frá Spani og framhaldi í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.6.2007
Dagur 8.
Þá er nú kominn seini hárleiku í Spánardvölina og var bara frekar rólegt í dag, við fórum í sundlaugargarð sem er hér í næsta nágrenni, börnin fóru í sundlaugina en hún var frekar köld, við hin sátum bara við borð og sötruðum kók úr glasi , ekkert romm.
Í kvöld pössuðum við barnabörnin á meðan pabbi og mamma fóru út og kíktu á pöbbinn ásamt Eyjó, eins og ég hef áður haft orð á, erum við gömluhjónin búin að átta okkur á þessu með innri manninn og vínið, en ungafólkið er ennþá að leita að þessum sannleik (vona ég í það minnst ).
Sólarkveðjur frá Spáni og framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.6.2007
Dagur 7.
Jæja þá er allt slen á burt undirritaður og hans frú komin í bílinn kl 09:30 á leið í verslunarmiðstöð, það er fyrirfram vitað að þetta er ekki skoðunarferð heldur vinnuferð , mætt á staðinn rúmlega tíu og tekið til höndum við að kanna svæðið, sem samanstóð af tveimur byggingum, annars vegar Hagkaup þeirra Spánverja og síðan svona einskonar Kringla eða þannig.
Hagkaupið varð fyrst fyrir valinu, en heldur fannst okkur nú úrvalið lítilfjörlegt þar og ekki mikill afrakstur af þeirri ferð , svo að þá var Kringlan næst á dagskránni og vitið menn það var bara allt annað uppá teningunum, frúin fann bara þó nokkuð sem passaði henni , en það hafði jú verið tilgangur þessa leiðangurs, síðan var snúið aftur í Hagkaup og keypt í matinn og vitið menn undirritaður komst að því að maturinn á Spáni er ekki ókeypis nema síður sé , hafið nú svo sem óljósan grun um að það þyrfti nú að borga fyrir hann hér, hvað um það heim voru við komin fyrir kl 14:00 og bara ánægð með þennan leiðangur.
Síðan var öllum safnað saman í bílinn seinnipartinn og haldið niður í miðbæ, en þar er tívolí og svona einhverskonar kvöldmarkaður, byrjuðum á að fara á veitingarhús og fá okkur að borða síðan röltum við um þennan markað og sumir fóru í tívolíið, vorum að drolla þarna fram til kl 23 en þá var haldið heim og næstum beint í rúmið .
Gott að sinni, sólar og markaðskveðjur frá Spáni, framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 5.6.2007
Dagur 6.
Í dag eru algjör rólegheit undirritaður var á netinu að setja inn á bloggið og síðan var bara haldið áfram að vera í afslöppun og látið líða úr sér.
Var að lesa moggann á netinu og sé að þingið er að koma saman og ný ríkisstjórn að hefja störf, eitthvað fer nú litið fyrir málefnaumræðu sýnist mér enn sem komið, en kannski er það bara eðlilegt veit það ekki.
Læt þetta duga að sinni.
Sólarkveðjur frá spáni, framhald í næsta þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu