fös. 8.2.2008
Bettsome.com.
Það hefur farið lítið fyrir mér hérna inni að undanförnu, kannski vegna þess að það hefur ekki verið margt sem mig hefur langað að tjá mig um, en nú hefur auglýsinga herferð vefsíður sem heitir bettsome.com vakið athygli mína og þá ekki vegna þess að hún veki ánægju viðbrögð.
Mér finnst til að byrja með að þar sem fjárhættuspil er bannað hér með lögum með ólíkindum að það skuli vera leyfilegt að keyra yfir mann daginn inn og út auglýsingar í útvarpi um fjárhættuspil á netinu eins og þetta sé bara hver önnur vinna.
Á sama tíma er það vitað að tölur um þá sem missa allt sitt í spilafíkn fara stöðugt hækkandi, mér finnst að það eigi að ríkja frelsi fyrir fólk til að gera það sem því listir, en það er kannski óþarfi ýta undir veikleika fólks á þennan hátt og síðan sem mér finnst kannski verst er að með útvarpsauglýsingum sem hljóma allan daginn eru börnin formötuð um eitthvað sem þau vita ekkert hvað er eða hafa þroska til að leggja mat á.
Það getur vel verið að svona fyrirtæki eigi að hafa leifi til að freista fólks og leggja líf margra í rúst, en að þau eigi að hafa leifi til að formata og leggja líf komandi kynslóða í rúst get ég bara ekki skrifað uppá.
Þess vegna skora ég á útvarpsstöðvar að reyna að stíra þessum auglýsingum frá þeim tíma sem unglingar og börn er stór hluti hlustanda.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 31.12.2007
Gleðilegt nýtt ár.
Ég vill óska öllum Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir liðna tíð.
Ég vona svo bara að allir gangi hægt um gleðina dyr , og geri ekkert sem ég mundi ekki gera hahahah, það þýðir meðal annars ekkert áfengi í kvöld , jæja er ekki í lagi að grínast aðeins á seinasta degi ársins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 24.12.2007
Gleðileg jól.
Þá er aðfangadagur runnin upp og það meira að segja HVÍTUR mér finnst nú alltaf skemmtilegar og hátíðlegra að hafa hvít jól.
Við fjölskyldan viljum óska öllum Gleðilegra jóla og megi friður ríkja um hátíðarnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 21.12.2007
Andlát.
Í dag lést tengdafaðir minn Sófus Berthelsen 93 ára að aldri, með honum er genginn einn af þeim mönnum sem í eina tíð voru kallaðir höfðingjar.
Hann var einn af þeim sem ekki bara átti sér drauma, heldur gerði allt sem hann gat til að láta þá rætast, hann hafði sínar hugsjónir og kom sumum þeirra í framkvæmd, sem dæmi um það var hann einn af þeim sem stofnuðu Haukana í Hafnarfirði og sat þar í stjórn um tíma, hann var líka rithöfundur og skáld og hagleiksmaður var hann á tré og skar út af mikilli list, en hæðst finnst mér þó bera sú persóna sem hann var og það sem hann lét frá sér fara til annarra sem hann umgekkst á leið sinni, ég fékk ekki að njóta þess nema í stuttan tíma, en þökk sé fyrir hann.
Ég votta honum virðingu mína nú að leiðarlokum og bið ljós Guðs að geyma þig Sófus og engla hans að gæta þín far þú í friði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 6.12.2007
Lífið heldur áfram.
Ég hef ekki verið mikið á ferðinni hér inni uppá síðkastið, sennilega að mestuleiti leti, bara ekta Íslensk leti.
Er búinn að vera að jafna mig eftir þetta hjartaáfall og núna síðustu fjórar vikurnar er ég búinn að vera í endurhæfingu á Reykjalundi, sem var alveg brábært þar er mikið af frábæru fólki sem vinnur kraftaverk á hverum degi, en nú er vistinni lokið þar og maður verður aftur að bera ábyrgð á eigin framförum ah ég sagði það já.
Ég er farinn að mæta í ræktina og allt, það er nú ekki langt síðan að ekki hefði verið tekið ja misjákvæð skulum við segja í það, en núna þegar manni hefur verið sýnt gula spjaldið ja þá reynir maður að forðast að fá annað ekki sat.
En hvað um það ég held að ég sé á góðri leið með að verða eins og ný sleginn túskildingur og þakka fyrir það að hafa fengið tækifær til að breyta því sem ég það að breyta hjá sjálfum mér og síðan er bara að vona að það takist eins og tilstendur.
Læt þetta duga að sinni, en verð vonandi duglegri að pára hér á næstunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 28.11.2007
Er ekki allt í lagi!
Það hefur löngum verið stefna frjálshyggjunnar að þeir sem ekki græða nóg til að geta lifað á uppsöfnuðum gróða af vinnu annarra geti bara átt sig og eftir því sem minni greiðslur komi til þeirra því fyrr hverfa þeir af yfirborðinu.
Ég veit það ekki en það hlýtur að vera einhverjir yfirstétta lífeyrissjóðir sem greiða það góðan lífeyrir að það geti talist eftirsóknarvert að vera á lífeyrisframfærslu, alla veganna greiðir tryggingarstofnun ekki það háan lífeyrir að nokkur geti haft áhuga á honum ótilneyddur
Vilhjálmur reyndu að rakna við þér og fara úr heimi yfirstéttanna áður en þú tjáir þig um láglaunafólk.
Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 1.10.2007
Hroki.
Ég var að hlusta rétt áðan á Kastljósþátt í RÚV (01.10.07) þar sem mætur var Pétur Tyrfingsson sem er formaður sálfræðingafélagsins að því mér skildist og mikið óskaplega gat maðurinn farið offarir.
Til að byrja með, þá finnst mér sjálfsagt að fólk geti set fram skoðanir sínar á hverju sem er og fái frið til þess, án þess að það sé verið að finna að því eða endilega að mótmæla því.
En þegar maður hlustar á menn sem vilja láta taka sig alvarlega bulla útí loftið og jafnvel svipta fólk ærunni er mann nóg boðið einhvern veginn, sú umræða sem hefur verið í gangi um höfuðbeins og spjaldhryggs jöfnun er með ólíkindum og þessi maður lætur sé ekki muna um að slá allt sem heitir í hans orðabók óhefðbundnar lækningar flatar og út af borðinu í einu.
Það getur hverjum og einum fundist það sem hann vill um óhefðbundnar lækningar, en að fara fram með svona svívirðingar er ekki manni sæmandi sem kallar sig dr. Hann segir að fólk eigi að sanna með aðferlisfræðilegum hætti að þetta eða hitt virki á vísindalegum grunni, vísindin eru nú ekki fullkomnari en það að þau hafa engan mælikvarða á andlega líðan fólks, slíkt mat er meira og minna byggt á mati þeirra sem segjast vera geðlæknar og hafa til þess gráðu, í öðru lagi er til fullt af rannsóknum á innhverfu en engin lækning.
Þessi maður kemur síðan í sjónvarpið fyrir alþjóð og segir að það eigi að bannfæra allt kukl og hindurvitni, fólk eigi rétt á því að það geti treyst þeim sem það leitar til, ja hérna en hvað um öll læknamistökin? Hvað um alla þá sem líða jafnvel örkuml vegna mistækra lækna? Sem síðan komast upp með að afsaka sig á bakvið einhverja latínu sem enginn skilur? Hvað með þetta fólk?
Manni ofbíður svoleiðis gjörsamlega að hlusta á svona málflutning að ekki verður orða bundist, þessi blessaði maður ætti að huga að því að ömmusálfræðin sem hann talaði um og notar er kannski eina aðferðin hans sem virkar á alla og við öllu og það er gott mál að hann skuli beita henni, á sama hátt vogar hann sér að fordæma og henda út í ystu myrkur margra ára námi fólks og um leið að sniðganga þær rannsóknir sem bent hefur verið á að gerðar hafi verið í Englandi, hann blæs á vitnisburð fólks og segir ekkert að marka hann, vegna þess að fólk viðurkenni ekki að það hafi gert mistök með að leita á vit óhefðbundinna lækninga, ja fyrr má nú aldeilis vera stoltið hjá fólki og það þegar börnin þess eiga í hlut, sem eru það dýrmætasta sem hvert foreldi á, en fólk á að treysta á vitnisburð lækna á geðsviði sem stunda það gera fólk háð geðlyfjum og jafnvel stunda dópsölu á þessum lyfjum, (ég veit að sálfræðingar ávísa ekki lyfjum og ásaka þá ekki fyrir það), en samkvæmt því sem hann segir eigum við að treysta læknum en ekki öðrum.
Ég gæti haldið áfram með þessa upptalningar en sé ekki tilgang með því að sem mestu skiptir er að ég þekki engan sem vinnur í óhefðbundnum lækningum sem stundar sína vinnu ekki af kostgæfni og lætur sér mjög annt um skjólstæðinga sína og er ég þó mikið að hrærast á því sviði.
Virðingar fylgst.
Finnbogi Rúnar Andersen
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 1.10.2007
Kærleiksdagar.
Jæja um helgina var ég í Skálholti, þeim sögulega merka stað, en þar voru haldnir kærleiksdagar og var það alveg yndislegt.
Kærleiksdagar eru haldnir 5 sinnum á ári núorðið og eru þar samankomið fólk sem hefur áhuga á að rækta líkamma og sál, sumir mundu sjálfsagt telja þetta svona spúkí fólk , en hvað er spúkí ?
Hvað um það ég kem alaveganna endurnærður og ánægður, það er okkur öllum nauðsin að geta dvalið í rólegheitum með fólki sem okkur líður vel með og slakað á og skoðað lífið og tilveruna á okkar eigin forsendum, því að í streitu og hraða hversdagsins er svo margt sem gleymist og svo margt sem við ekki tökum eftir, og síðan gleymum við stundum hvað það er sem skiptir máli í lífinu og förum meira að segja að trúa því að það séu peningar og önnur veraldleg gæði, auðvitað skipta það allt máli og er mikilvægt, en það er samt margt annað sem skiptir jafnvel meira máli, en það erum við sjálf og þeir sem standa okkur næst, því að ef við sinnum ekki þeim auði sem í okkur og fólkinu okkar er verður veraldlegur auður lítilsvirði, eða það er í það minnsta mín skoðun.
Látum duga að sinni með kærleikskveðjum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 28.9.2007
Á uppleið.
Jæja þá er kannski kominn tími til að láta heyra í sér örlítið, maður er allur að braggast og ætti að fara að láta taka til sín aftur.
Annars er þetta nú svoddan ládeyða í öllu, fólk er helst að reyna að skiptast á skoðunum um hvort það eigi að tala Íslensku á Íslandi, ja hvað liggur beinast við í því efni, svari hver fyrir sig .
En svo má líka segja að ráðamenn séu uppteknir við að finna út hvernig þeir eiga að koma öllu góðærinu í umferð og hvort það eigi að gerast í krónum eða evrum sko, ég veit það ekki en mér finnst og hefur alltaf fundist að samtryggingin í samfélaginu skipi höfuð máli, en það er hægt að setja fjármuni í hvað sem mönnum dettur í hug, hvort sem það er kallað mótvægisaðgerðir í sjávarútvegi (sem eru gæluverkefni ráðherra fyrst og fremst), eða það er verið að kaupa upp lóðir á uppsprengdu verði í miðborginni, en ef að það er nefnt að setja peninga í heilbrigðiskerfið til að laga rekstur Landspítalans til dæmis, eða til skólanna svo að hægt sé að borga sæmileg laun, nei þá eru bara ekki til neinir peningar og verða ekki, það þarf bara að einkavæða þetta þannig að einkareksturinn geti grætt á þessu, það þarf enginn að segja mér það að það sé hægt að fá meira fyrir peningana með því að búa til milliliði það hefur bara aldrei verið svo og ég hélt að það hefðum við lært að milliliðakerfinu í landbúnaði og sjávarútvegi, eða hvað fá bændur háa prósentu af söluverið hvers kílós af lambakjöti til dæmis.
Jæja það virðist nú svolítið vera að lifna yfir mér alaveganna í bili hahahaha.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.8.2007
Landsspítalinn.
Jæja þá er það komið í ljós að ég er með óreglu á kransæðakerfinu, er búinn að vera hér á hjartadeild landspítala háskólasjúkrahús síðan á Miðvikudaginn 8, er búinn að vera hér við frábæran aðbúnað eins og á fimm stjörnu hóteli.
Það er búið að þræða upp hægrihluta hjartans en vinstrihlutinn er eftir og í þessum skrifuðu orðum er ég að bíða eftir að vinstri hlutinn verði þræddur upp.
Það verður að teljast forréttindi að eiga aðgang að slíkum stað sem Landsspítalinn er, hér er fullt af mjög færu fólki sem vinnur frábæra vinnu, þó að ég sé kannski ekki alltaf sammála því sem þau segja að ég þurfi að gera, þá væri það líka merki um annað hvort að þau væru ekki að segja það sem ég þarf að heyra, eða þá að ég væri eitthvað óeðlilegur (ætlaði nú að segja skrítinn en hætti við það vegna þess að ég veit að ég er það).
Jæja nóg að sinni meira síðar.
Dægurmál | Breytt 16.8.2007 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Fjölskyldan
Síðurnar okkar í fjölskyldunni bæði stórra og smárra.
- Vegurinn til Ljóssins Vefsíðan mín um andlegmál.
- Andatal Um andleg mál fyrst og fremst
- Ástin mín.
- Kristín, Jónas og Prinsinn
- Patrekur og Sara Lind
- Bloggsvæði Ágústu